Kórónuveiruvaktin: Samkomubann og ferðabann bíta Ritstjórn skrifar 18. mars 2020 07:30 Verslunar- og veitingamenn eru strax farnir að finna fyrir samdrætti vegna samkomubannsins og ekki síður ferðabannsins. Það var til dæmis tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni. Vísir/vilhelm Í dag er þriðji dagur samkomubannsins sem tilkynnt var um síðastliðinn föstudag en banninu, sem varir í fjórar vikur, er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Bannið er nú þegar farið að hafa mikil áhrif, ekki aðeins á skólastarf í landinu þar sem þjónusta skóla á öllum skólastigum er mikið skert, heldur einnig á verslun og þjónustu. Kaupmenn finna þannig fyrir því að færri koma í búðirnar og veitingamenn finna einnig fyrir samdrætti. Þá er það ekki aðeins samkomubannið sem hefur áhrif heldur einnig ferðabann sem nú er í gildi bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Bannið þýðir að ferðamönnum hér á landi fer hratt fækkandi en ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein landsins. Þannig var til dæmis greint frá því í morgun að fimm af sjö hótelum hótelkeðjunnar Center-hótel verði lokað. Smitum vegna kórónuveirunnar fer síðan áfram fjölgandi. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna heldur en í gær eða alls 43. 247 staðfest smit eru hér á landi og tæplega 2.300 manns eru í sóttkví. Vísir mun auðvitað flytja nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar og áhrifunum sem hún hefur á íslenskt samfélag og úti í heimi. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni fyrir neðan.
Í dag er þriðji dagur samkomubannsins sem tilkynnt var um síðastliðinn föstudag en banninu, sem varir í fjórar vikur, er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Bannið er nú þegar farið að hafa mikil áhrif, ekki aðeins á skólastarf í landinu þar sem þjónusta skóla á öllum skólastigum er mikið skert, heldur einnig á verslun og þjónustu. Kaupmenn finna þannig fyrir því að færri koma í búðirnar og veitingamenn finna einnig fyrir samdrætti. Þá er það ekki aðeins samkomubannið sem hefur áhrif heldur einnig ferðabann sem nú er í gildi bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Bannið þýðir að ferðamönnum hér á landi fer hratt fækkandi en ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein landsins. Þannig var til dæmis greint frá því í morgun að fimm af sjö hótelum hótelkeðjunnar Center-hótel verði lokað. Smitum vegna kórónuveirunnar fer síðan áfram fjölgandi. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna heldur en í gær eða alls 43. 247 staðfest smit eru hér á landi og tæplega 2.300 manns eru í sóttkví. Vísir mun auðvitað flytja nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar og áhrifunum sem hún hefur á íslenskt samfélag og úti í heimi. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira