Víða skert starfsemi í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:55 Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08
250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18