Reyndasti starfandi íþróttafréttamaður landsins, Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu, hefur sterka skoðun á því hvernig handboltinn og körfuboltinn eigi að útkljá um Íslandsmeistaratitla sína á árinu 2020.
Víðir skrifaði pistil í Morgunblaðið í dag en hann byrjað hann á orðunum „Ef ég mætti ráða öllu í einn dag...“ en fyrirsögnin er „Látum fjandans veiruna ganga almennilega yfir“ þar sem hann fer yfir sínar hugmyndir með hvað sé besta að gera í stöðunni.
Ef ég mætti ráða öllu í einn dag....Þá myndi ég gefa frí í íslensku vetrardeildunum og mótunum sem ólokið er á yfirstandandi tímabili, allt til 1. ágúst. https://t.co/mP0tl5sKvz pic.twitter.com/8wnysI3aGq
— mbl.is SPORT (@mblsport) March 17, 2020
Handknattsleikssambandið og Körfuboltasambandið hafa ekki aflýst tímabilinu eins og margir kollegar þeirra á Norðurlöndum heldu er málið enn í skoðun. Til að byrja með er fjögurra vikna hlé á efstu deildunum eða meðan að samkomubann ríkir á Íslandi.
Víðir Sigurðsson vill ekki aflýsa neinu af þessum Íslandsmeistaramótum heldur gefa, íslensku vetrardeildunum og mótunum sem ólokið er á yfirstandandi tímabili, frí allt til 1. ágúst.
„Í ágúst og fram í september yrði leikið það sem eftir væri af deildarkeppnum, úrslitakeppnum, bikarúrslitaleikjum og öðrum mótum sem tilheyra 2019-20,“ en allan pistil hans má nálgast á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.
Nýtt körfuboltatímabil ætti jafnan að byrja í október en handboltinn fer af stað í september.