Glataður giftingarhringur fannst fínpússaður og hreinn í fjósinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. mars 2020 17:30 Ingveldur og Kristinn Þór notuðu hárteygju og leikfangahring á brúðkaupsdaginn en settu svo upp giftingahringana sína nokkrum dögum síðar Mynd/Úr einkasafni Kristinn Þór Sigurjónsson týndi giftingarhring sínum fyrir hálfu ári síðan og hafði hann útilokað að fá hann nokkurn tímann aftur. Í gær fannst hringurinn óvænt og lýsir Kristinn Þór þessu sem kraftaverki. Hringurinn týndist í september síðastliðnum í sveit Ingveldar Geirsdóttur eiginkonu Kristins, sem féll frá í apríl á síðasta ári eftir erfiða baráttu við krabbamein. „Ég var að vinna við bygg í sveitinni hjá konunni, maður setur sýru á bygg sem er eitthvert rotvarnarefni eða eitthvað svoleiðis,“ segir Kristinn Þór í samtali við Vísi um aðstæðurnar þegar hringurinn hvarf. „Það er vél sem brýtur byggið og þetta fer í stóra 800 kílóa sekki. Ég var bara í þessu allan daginn og í lok dags var hringurinn ekki lengur til staðar og ljóst var að hann var í einhverjum af þessum sekkjum. Þetta voru í kringum hundrað sekkir þannig að það var alveg vonlaust að finna hann.“ Kristinn Þór segir að þetta hafi verið verulegt áfall, enda hafði Ingveldur fallið frá nokkrum mánuðum áður. Hann saknaði hringsins ógurlega en segist þó hafa fundið huggun í því að hringurinn týndist á þessum ákveðna stað, Ingveldur hafi greinilega viljað hafa hann í sveitinni hjá sér. „Ég reiknaði alltaf bara með því að hann færi í gegnum meltingarfærin á einhverri kúnni þarna, það var það sem ég sá fyrir mér að myndi gerast. Svo færi hann bara í jörðina og lægi þarna í sveitinni sem er við hliðina á kirkjugarðinum þar sem konan liggur með sinn hring.“ Hringurinn sleiktur og pússaður Hann hafði algjörlega útilokað að sjá hringinn nokkurn tímann aftur. „En þetta var allavega besti staðurinn til að týna honum, ég var ánægður með að ef hann átti að týnast yfir höfuð þá væri það þarna.“ Klukkan sjö í morgun fékk hann svo þær óvæntu fréttir að hringurinn væri fundinn. „Í gær átti sonur konunnar minnar afmæli og ég tengi þetta svolítið við það. Kýrnar voru að borða bygg úr stálkassa sem byggið er í sem kom úr þessum sekkjum. Síðan voru tengdó og mágur minn þarna í fjósinu í gær að ganga frá og þá voru kýrnar búnar að éta upp allt úr þessum dalli og sleikja hringinn og pússa hann og skilja hann eftir í miðjum dallinum.“ Giftingarhringur Kristins Þórs lá því á botninum í miðjum dallinum, fínpússaður og hreinn. Ekki eitt byggkorn var eftir í dallinum þar sem hringurinn fannst. „Hann er bara í sveitinni núna og ég bíð bara eftir að færðin verði þannig að maður geti farið að sækja hann. Covid og allt slíkt.“ Hringurinn bíður nú hjá tengdaforeldrum Kristins, pússaður og fínn.Mynd/Úr einkasafni Hún var alltaf að finna allt Kristinn Þór telur að það hafi ekki verið nein tilviljun að hringurinn fannst á þessum ákveðna degi. „Hún fann alltaf allt fyrir mig og hún bara fann hann núna.“ Kristinn segir að Inga hans hafi verið mjög fundvís og alltaf verið að finna eitthvað sem hann týndi. Nú hafi hún gert það með aðstoð vinkvennanna í fjósinu. „Ég var líka að tala við tengdó og hún fann mjög sterkt fyrir dóttur sinni í gær. Þannig að ef maður vill einhvern tímann trúa einhverju, þá er það núna. Maður finnur fyrir henni þarna. Ég var alltaf að týna öllu og hún var alltaf að finna allt.“ Á brúðkaupsdaginn sinn notuðu Kristinn Þór og Ingveldur hárteygju og hring frá dóttur þeirra. „Það gafst ekki tími til að kaupa hringa fyrir giftinguna þar sem það var mjög óvíst með hversu langt hún ætti eftir á þeim tíma. Réttir hringar komu svo upp um viku síðar.“ Um hálsinn það sem eftir er Hann er því einstaklega þakklátur fyrir að hringurinn er kominn í leitirnar. „Þetta var náttúrulega giftingarhringurinn okkar. Við giftum okkur á erfiðum tímum og við náðum ekki einu sinni árs brúðkaupsafmælinu saman. Þetta er hringurinn sem var keyptur og ég ætlaði að hafa um hálsinn á mér allavega, það sem eftir er.“ Kristinn sá fyrir sér að ganga með þennan hring út ævina í minningu hennar og óttaðist að það væri nú ekki mögulegt. Hringurinn spilaði óvænt stórt hlutverk í fyrsta hálfmaraþoni Kristins síðasta sumar, skömmu áður en hann týndist. Reykjavíkurmaraþonið bar upp á eins árs brúðkaupsafmælinu og ég held að ég hafi haldið í giftingahringinn 80% af hlaupinu - svo var planið að setja hringinn í hálsmen. Geri ráð fyrir því að Ingveldur hafi ekki verið fylgjandi þeirri hugmynd minni, enda minn helsti tískuráðunautur til þessa,“ skrifaði Kristinn Þór á bloggið sitt. Þar segir hann frá daglegu lífi og minningum. Síðasta árið hjá fjölskyldunni hefur snúist um að jafna sig eftir áfallið. Kristinn Þór segist ekki geta neitað því að veturinn hafi verið andlega mjög erfiður og þar með líkamlega erfiður líka. „Að öðru leyti dafna allir krakkarnir vel, Gerður Freyja er ævinlega kát og alltaf að læra meira og meira á lífið, Kristín Þórunn er á fullu alla daga hvort sem það sé í skóla eða íþróttum, Sigurjón Þór er alltaf hjálpsamur og stefnir hratt í það að hann verði fullorðinn maður. Ásgeir Skarphéðinn hef ég ekki fengið að umgangast jafn mikið og með reglulegum hætti og ég myndi vilja - en hann er að standa sig mjög vel í breyttum aðstæðum. Byrjaður að æfa fótbolta með Breiðablik og er í skólakór,“ Ástin og lífið Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Kristinn Þór Sigurjónsson týndi giftingarhring sínum fyrir hálfu ári síðan og hafði hann útilokað að fá hann nokkurn tímann aftur. Í gær fannst hringurinn óvænt og lýsir Kristinn Þór þessu sem kraftaverki. Hringurinn týndist í september síðastliðnum í sveit Ingveldar Geirsdóttur eiginkonu Kristins, sem féll frá í apríl á síðasta ári eftir erfiða baráttu við krabbamein. „Ég var að vinna við bygg í sveitinni hjá konunni, maður setur sýru á bygg sem er eitthvert rotvarnarefni eða eitthvað svoleiðis,“ segir Kristinn Þór í samtali við Vísi um aðstæðurnar þegar hringurinn hvarf. „Það er vél sem brýtur byggið og þetta fer í stóra 800 kílóa sekki. Ég var bara í þessu allan daginn og í lok dags var hringurinn ekki lengur til staðar og ljóst var að hann var í einhverjum af þessum sekkjum. Þetta voru í kringum hundrað sekkir þannig að það var alveg vonlaust að finna hann.“ Kristinn Þór segir að þetta hafi verið verulegt áfall, enda hafði Ingveldur fallið frá nokkrum mánuðum áður. Hann saknaði hringsins ógurlega en segist þó hafa fundið huggun í því að hringurinn týndist á þessum ákveðna stað, Ingveldur hafi greinilega viljað hafa hann í sveitinni hjá sér. „Ég reiknaði alltaf bara með því að hann færi í gegnum meltingarfærin á einhverri kúnni þarna, það var það sem ég sá fyrir mér að myndi gerast. Svo færi hann bara í jörðina og lægi þarna í sveitinni sem er við hliðina á kirkjugarðinum þar sem konan liggur með sinn hring.“ Hringurinn sleiktur og pússaður Hann hafði algjörlega útilokað að sjá hringinn nokkurn tímann aftur. „En þetta var allavega besti staðurinn til að týna honum, ég var ánægður með að ef hann átti að týnast yfir höfuð þá væri það þarna.“ Klukkan sjö í morgun fékk hann svo þær óvæntu fréttir að hringurinn væri fundinn. „Í gær átti sonur konunnar minnar afmæli og ég tengi þetta svolítið við það. Kýrnar voru að borða bygg úr stálkassa sem byggið er í sem kom úr þessum sekkjum. Síðan voru tengdó og mágur minn þarna í fjósinu í gær að ganga frá og þá voru kýrnar búnar að éta upp allt úr þessum dalli og sleikja hringinn og pússa hann og skilja hann eftir í miðjum dallinum.“ Giftingarhringur Kristins Þórs lá því á botninum í miðjum dallinum, fínpússaður og hreinn. Ekki eitt byggkorn var eftir í dallinum þar sem hringurinn fannst. „Hann er bara í sveitinni núna og ég bíð bara eftir að færðin verði þannig að maður geti farið að sækja hann. Covid og allt slíkt.“ Hringurinn bíður nú hjá tengdaforeldrum Kristins, pússaður og fínn.Mynd/Úr einkasafni Hún var alltaf að finna allt Kristinn Þór telur að það hafi ekki verið nein tilviljun að hringurinn fannst á þessum ákveðna degi. „Hún fann alltaf allt fyrir mig og hún bara fann hann núna.“ Kristinn segir að Inga hans hafi verið mjög fundvís og alltaf verið að finna eitthvað sem hann týndi. Nú hafi hún gert það með aðstoð vinkvennanna í fjósinu. „Ég var líka að tala við tengdó og hún fann mjög sterkt fyrir dóttur sinni í gær. Þannig að ef maður vill einhvern tímann trúa einhverju, þá er það núna. Maður finnur fyrir henni þarna. Ég var alltaf að týna öllu og hún var alltaf að finna allt.“ Á brúðkaupsdaginn sinn notuðu Kristinn Þór og Ingveldur hárteygju og hring frá dóttur þeirra. „Það gafst ekki tími til að kaupa hringa fyrir giftinguna þar sem það var mjög óvíst með hversu langt hún ætti eftir á þeim tíma. Réttir hringar komu svo upp um viku síðar.“ Um hálsinn það sem eftir er Hann er því einstaklega þakklátur fyrir að hringurinn er kominn í leitirnar. „Þetta var náttúrulega giftingarhringurinn okkar. Við giftum okkur á erfiðum tímum og við náðum ekki einu sinni árs brúðkaupsafmælinu saman. Þetta er hringurinn sem var keyptur og ég ætlaði að hafa um hálsinn á mér allavega, það sem eftir er.“ Kristinn sá fyrir sér að ganga með þennan hring út ævina í minningu hennar og óttaðist að það væri nú ekki mögulegt. Hringurinn spilaði óvænt stórt hlutverk í fyrsta hálfmaraþoni Kristins síðasta sumar, skömmu áður en hann týndist. Reykjavíkurmaraþonið bar upp á eins árs brúðkaupsafmælinu og ég held að ég hafi haldið í giftingahringinn 80% af hlaupinu - svo var planið að setja hringinn í hálsmen. Geri ráð fyrir því að Ingveldur hafi ekki verið fylgjandi þeirri hugmynd minni, enda minn helsti tískuráðunautur til þessa,“ skrifaði Kristinn Þór á bloggið sitt. Þar segir hann frá daglegu lífi og minningum. Síðasta árið hjá fjölskyldunni hefur snúist um að jafna sig eftir áfallið. Kristinn Þór segist ekki geta neitað því að veturinn hafi verið andlega mjög erfiður og þar með líkamlega erfiður líka. „Að öðru leyti dafna allir krakkarnir vel, Gerður Freyja er ævinlega kát og alltaf að læra meira og meira á lífið, Kristín Þórunn er á fullu alla daga hvort sem það sé í skóla eða íþróttum, Sigurjón Þór er alltaf hjálpsamur og stefnir hratt í það að hann verði fullorðinn maður. Ásgeir Skarphéðinn hef ég ekki fengið að umgangast jafn mikið og með reglulegum hætti og ég myndi vilja - en hann er að standa sig mjög vel í breyttum aðstæðum. Byrjaður að æfa fótbolta með Breiðablik og er í skólakór,“
Ástin og lífið Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira