Draga úr viðveru í þingsalnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. mars 2020 12:19 Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og Steingrímur J. Sigfússon forseti þingsins. Vísir/Vilhelm Þingfundum hefur verið fækkað í vikunni en ráðgert er að afgreiða minnst þrjú fumvörp í vikunni sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hugsanlega verða atkvæðagreiðslur opnar í lengri tíma svo að þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu. Á föstudaginn var afgreitt á Alþingi frumvarp sem veitir fyrirtækjum mánaðarfrest til að greiða helming tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Þá hafa verið samþykkt lög sem veita Lyfjastofnun tímabundnar heimildir til að leggja á bann við útflutningi lyfja. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gerir ráð fyrir að í þessari viku verði afgreidd þrjú frumvörp sem snúa að viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Sjá einnig: Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Tvö frá félags- og barnamálaráðherra og eitt frá umhverfis- og samgöngunefnd. „Það er um launagreiðslur fólks í sóttkví og það er um hlutagreiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði á móti lækkuðu starfshlutfalli og svo frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar vegna neyðaraðstæðna í sveitarfélögum sem heimilar frávik frá sveitarstjórnalögum eða samþykktum sveitarfélaga hvað varðar það hvernig hægt sé að taka ákvarðanir þá eða afgreiða mál með fjarfundum eða annað í þeim dúr,“ segir Steingrímur. Sjá einnig: Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Þingfundum verður fækkað í vikunni frá því sem starfsáætlun gerði ráð fyrir. „Við ætlum að fara niður í tvo þingfundadaga. Nefndastarfið helst svona að mestu óbreytt það er þó bara í höndum hverrar nefndar fyrir sig,“ segir Steingrímur. Ljóst sé þó að þær nefndir sem fjalla um þau mál sem sé mest aðkallandi að afgreiða í vikunni þurfi að funda. Þingnefndir geta eftir atvikum fundað í gegnum fjarfundabúnað en þingfundir og atkvæðagreiðslur verða að fara fram í þingsal. Einhver önnur mál kunni að vera tekin fyrir á þessum tveimur þingfundadögum í vikunni sem verða á morgun og á fimmtudaginn. Hugsanlega verður lögð áhersla á að koma einhverjum málum til nefndar og klára önnur sem bíða tilbúin til þriðju umræðu. „Við beinum sjónum að því mikilvægasta og drögum úr viðveru í þingsalnum og það bætast auðvitað við fjölmargar ráðstafanir sem hér er búið að gera á staðnum til að reyna að draga úr áhættu eins og kostur er,“ segir Steingrímur. Hugsanlega munu atkvæðagreiðslur standa yfir í lengri tíma en gengur og gerist svo þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu.Vísir/Vilhelm Þá er spurning hvernig atkvæðagreiðslum er háttað þegar samkomubann hefur tekið gildi og þau tilmæli gefin út að fólk reyni að halda um tveggja metra bili á milli sín. „Við eigum svolítið erfitt með það vegna þess að þar stendur stjórnarskráin auðvitað alveg föst fyrir, það er hæpið að sjá fyrir sér að ákvarðanir Alþingis séu lögmætar nema að 32 þingmenn hið minnsta taki þátt í afgreiðslu þeirra á staðnum,“ segir Steingrímur. „En við getum haft atkvæðagreiðslurnar opnar í lengri tíma þannig að þaðþurfi ekki allir að vera inni ásama tíma og síðan auðvitaðgetum við reynt að hafa þær eins einfaldar og kostur er og fáar. Markmiðiðer auðvitað allt saman aðreyna að halda þinginu starfhæfu eins lengi og mögulegt er og helst alveg ígegnum þetta,“ segir Steingrímur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Þingfundum hefur verið fækkað í vikunni en ráðgert er að afgreiða minnst þrjú fumvörp í vikunni sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hugsanlega verða atkvæðagreiðslur opnar í lengri tíma svo að þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu. Á föstudaginn var afgreitt á Alþingi frumvarp sem veitir fyrirtækjum mánaðarfrest til að greiða helming tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Þá hafa verið samþykkt lög sem veita Lyfjastofnun tímabundnar heimildir til að leggja á bann við útflutningi lyfja. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gerir ráð fyrir að í þessari viku verði afgreidd þrjú frumvörp sem snúa að viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Sjá einnig: Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Tvö frá félags- og barnamálaráðherra og eitt frá umhverfis- og samgöngunefnd. „Það er um launagreiðslur fólks í sóttkví og það er um hlutagreiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði á móti lækkuðu starfshlutfalli og svo frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar vegna neyðaraðstæðna í sveitarfélögum sem heimilar frávik frá sveitarstjórnalögum eða samþykktum sveitarfélaga hvað varðar það hvernig hægt sé að taka ákvarðanir þá eða afgreiða mál með fjarfundum eða annað í þeim dúr,“ segir Steingrímur. Sjá einnig: Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Þingfundum verður fækkað í vikunni frá því sem starfsáætlun gerði ráð fyrir. „Við ætlum að fara niður í tvo þingfundadaga. Nefndastarfið helst svona að mestu óbreytt það er þó bara í höndum hverrar nefndar fyrir sig,“ segir Steingrímur. Ljóst sé þó að þær nefndir sem fjalla um þau mál sem sé mest aðkallandi að afgreiða í vikunni þurfi að funda. Þingnefndir geta eftir atvikum fundað í gegnum fjarfundabúnað en þingfundir og atkvæðagreiðslur verða að fara fram í þingsal. Einhver önnur mál kunni að vera tekin fyrir á þessum tveimur þingfundadögum í vikunni sem verða á morgun og á fimmtudaginn. Hugsanlega verður lögð áhersla á að koma einhverjum málum til nefndar og klára önnur sem bíða tilbúin til þriðju umræðu. „Við beinum sjónum að því mikilvægasta og drögum úr viðveru í þingsalnum og það bætast auðvitað við fjölmargar ráðstafanir sem hér er búið að gera á staðnum til að reyna að draga úr áhættu eins og kostur er,“ segir Steingrímur. Hugsanlega munu atkvæðagreiðslur standa yfir í lengri tíma en gengur og gerist svo þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu.Vísir/Vilhelm Þá er spurning hvernig atkvæðagreiðslum er háttað þegar samkomubann hefur tekið gildi og þau tilmæli gefin út að fólk reyni að halda um tveggja metra bili á milli sín. „Við eigum svolítið erfitt með það vegna þess að þar stendur stjórnarskráin auðvitað alveg föst fyrir, það er hæpið að sjá fyrir sér að ákvarðanir Alþingis séu lögmætar nema að 32 þingmenn hið minnsta taki þátt í afgreiðslu þeirra á staðnum,“ segir Steingrímur. „En við getum haft atkvæðagreiðslurnar opnar í lengri tíma þannig að þaðþurfi ekki allir að vera inni ásama tíma og síðan auðvitaðgetum við reynt að hafa þær eins einfaldar og kostur er og fáar. Markmiðiðer auðvitað allt saman aðreyna að halda þinginu starfhæfu eins lengi og mögulegt er og helst alveg ígegnum þetta,“ segir Steingrímur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira