„Íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. desember 2020 20:16 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði landsmönnum öllum ljóss og friðar á nýju ári sem nú fer í hönd í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún stiklaði á stóru yfir fordæmalaust ár, litað af heimsfaraldri, og kvað það „heilbrigðismerki“ að stjórnmálamenn á Íslandi hefðu ekki látið faraldurinn snúast um sig. Áramótaávarp forsætisráðherra er flutt á gamlárskvöld ár hvert. Katrín sagði í ávarpi sínu í kvöld að árið framundan, 2021, væri ár viðspyrnu. Hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. „Árið 2021 verður gott ár; ár gróanda og vaxtar, ár þar sem við byggjum á lærdómum ársins sem er að líða.“ Þá kvað hún árið 2020 hafa verið mikinn prófstein á stjórnmálin. „Ég tel það heilbrigðismerki á íslenskum stjórnmálum að íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálguðust þetta verkefni sem björgunarstarf. Að einhverju leyti endurspeglar þetta ár hið sérstaka hlutskipti stjórnmálanna og það er mjög mikilvægt að við sem erum í forsvari í stjórnmálum þjóðarinnar vöndum okkur,“ sagði Katrín. Verða að gæta þess að sundra ekki þjóðinni Við erfiðar aðstæður sem þessar hætti stjórnmálum til að verða öfgakennd og harkaleg, sem geti leitt til rofs í samstöðu þjóðarinnar. „Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í ríkisstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmálin snúast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna. Vonandi berum við gæfu á komandi ári til að rísa undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir,“ sagði Katrín. „Þess vegna byggjum við núna bara upp“ Þá minntist Katrín snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í janúar á þessu ári og skriðufallanna á Seyðisfirði nú í desember. Hún rifjaði upp orð íbúa á Seyðisfirði þegar hún heimsótti bæinn eftir skriðuna: „Það varð ekkert manntjón og þess vegna er framtíðin áfram hér, þess vegna byggjum við núna bara upp.“ Nú væri einmitt tími viðspyrnu. „Þrátt fyrir erfitt ár þá hefur birtan verið yfirsterkari myrkrinu – jafnvel á dimmustu stundunum. Við kveðjum þetta ár, kannski ekki með mikilli eftirsjá, en göngum inn í framtíðina bjartsýn – og með vissuna um að við stöndum styrkum fótum í okkar öfluga og góða samfélagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Áramót Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Áramótaávarp forsætisráðherra er flutt á gamlárskvöld ár hvert. Katrín sagði í ávarpi sínu í kvöld að árið framundan, 2021, væri ár viðspyrnu. Hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. „Árið 2021 verður gott ár; ár gróanda og vaxtar, ár þar sem við byggjum á lærdómum ársins sem er að líða.“ Þá kvað hún árið 2020 hafa verið mikinn prófstein á stjórnmálin. „Ég tel það heilbrigðismerki á íslenskum stjórnmálum að íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálguðust þetta verkefni sem björgunarstarf. Að einhverju leyti endurspeglar þetta ár hið sérstaka hlutskipti stjórnmálanna og það er mjög mikilvægt að við sem erum í forsvari í stjórnmálum þjóðarinnar vöndum okkur,“ sagði Katrín. Verða að gæta þess að sundra ekki þjóðinni Við erfiðar aðstæður sem þessar hætti stjórnmálum til að verða öfgakennd og harkaleg, sem geti leitt til rofs í samstöðu þjóðarinnar. „Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í ríkisstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmálin snúast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna. Vonandi berum við gæfu á komandi ári til að rísa undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir,“ sagði Katrín. „Þess vegna byggjum við núna bara upp“ Þá minntist Katrín snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í janúar á þessu ári og skriðufallanna á Seyðisfirði nú í desember. Hún rifjaði upp orð íbúa á Seyðisfirði þegar hún heimsótti bæinn eftir skriðuna: „Það varð ekkert manntjón og þess vegna er framtíðin áfram hér, þess vegna byggjum við núna bara upp.“ Nú væri einmitt tími viðspyrnu. „Þrátt fyrir erfitt ár þá hefur birtan verið yfirsterkari myrkrinu – jafnvel á dimmustu stundunum. Við kveðjum þetta ár, kannski ekki með mikilli eftirsjá, en göngum inn í framtíðina bjartsýn – og með vissuna um að við stöndum styrkum fótum í okkar öfluga og góða samfélagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Áramót Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira