Allt að tíu stiga frost í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2020 08:40 Frostþoka á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Vísir/Egill Í kvöld er útlit fyrir mjög hægan vind víðast hvar á landinu. Það hefur í för með sér að flugeldaryk safnast auðveldlega upp og loftgæði dvína hratt, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á gamlárskvöld. Annars verður hægviðri víðast hvar um land og bjart með köflum en vestanlands er von á stöku él framan af degi. Í kvöld ætti þó að vera orðið bjart og viðbúið að nýtt ár hefjist með hægri breytilegri átt og bjartviðri að því er segir í athugasemd veðurfræðings. Þó eru einhverjar líkur á þokulofti við sjóinn suðvestan til í kvöld og í nótt. Frost verður á bilinu núll til tíu stig frá morgni og fram eftir degi. „Þótt veður sé oft fallegt í hægum vindi og köldu lofti þá fylgir því að það verður lítil blöndun í loftinu næst jörðu og því er útlit fyrir að flugeldaryk muni víða safnast upp og loftgæði dvína,“ skrifar veðurfræðingur. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur varaði við því á Twitter síðu sinni í gærkvöldi að loftgæði myndu minnka hratt af völdum flugeldamengunar. Hún hefur jafnframt hvatt fólk til að styrkja björgunarsveitirnar með öðrum hætti en að kaupa flugelda. Annað kvöld, sem svo illa vill til að er líka flugeldahátíð er spáð 0-2 m/s á höfuðborgarsvæðinu. Og stöðugu lofti sem þýðir engin lóðrétt blöndun. Flugeldamengun hleðst upp og loftgæði minnka hratt. #skjótumrótum pic.twitter.com/jOSAmqIf40— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 30, 2020 Árleg áminning. Þið *þurfið* ekki að kaupa flugelda. Þið getið alveg styrkt björgunarsveitirnar án þess að fara fram á eitthvað(mengandi flugelda) í staðinn. Þannig virka góðverk líka best.— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 28, 2020 Umhverfisstofnun bendir jafnframt á mengandi áhrif af völdum flugelda á samfélagsmiðlum í gær. Við minnum á þessa 2 ára gömlu umfjöllun á vef okkar. Í ár eru engar brennur en eins og sést á línuritinu þá hafa þær teljandi áhrif á loftgæðin á gamlárskvöld en eru samt ekki toppurinn.Það eru flugeldarnir sem eru aðalmengunarvaldurinn.https://t.co/5OwhI88lkN pic.twitter.com/cr5KeDO9vG— Umhverfisstofnun (@umhverfis) December 30, 2020 Seint á morgun, nýársdag, er annars búist við vaxandi sunnanátt vestan til á landinu og þykknar upp og hlýnar víða. Dálítil rigning annað kvöld. Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands: Hæg breytileg átt en norðvestan 8-13 m/s austast til hádegis. Víða bjartviðri en skýjað með köflum og stöku él um landið vestanvert framan af degi. Líkur á þokulofti suðvestantil í kvöld. Frost 2 til 13 stig í byggð en allt að 17 stig til fjalla. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt vestantil á morgun og hægt hlýnandi veður, 8-15 m/s síðdegis. Þykknar upp með lítilsháttar úrkomu á Vestur- og Suðvesturlandi annað kvöld. Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum sunnan og vestanlands, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðan og austanvert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Suðvestan eða sunnan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-20 með slyddu á Vestfjörðum um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga átt með úrkomu á köflum flestum landshlutum. Hiti í kringum frostmark. Á miðvikudag: Útlit fyrir hvassa norðanátt og snjókomu eða él, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri. Veður Flugeldar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Annars verður hægviðri víðast hvar um land og bjart með köflum en vestanlands er von á stöku él framan af degi. Í kvöld ætti þó að vera orðið bjart og viðbúið að nýtt ár hefjist með hægri breytilegri átt og bjartviðri að því er segir í athugasemd veðurfræðings. Þó eru einhverjar líkur á þokulofti við sjóinn suðvestan til í kvöld og í nótt. Frost verður á bilinu núll til tíu stig frá morgni og fram eftir degi. „Þótt veður sé oft fallegt í hægum vindi og köldu lofti þá fylgir því að það verður lítil blöndun í loftinu næst jörðu og því er útlit fyrir að flugeldaryk muni víða safnast upp og loftgæði dvína,“ skrifar veðurfræðingur. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur varaði við því á Twitter síðu sinni í gærkvöldi að loftgæði myndu minnka hratt af völdum flugeldamengunar. Hún hefur jafnframt hvatt fólk til að styrkja björgunarsveitirnar með öðrum hætti en að kaupa flugelda. Annað kvöld, sem svo illa vill til að er líka flugeldahátíð er spáð 0-2 m/s á höfuðborgarsvæðinu. Og stöðugu lofti sem þýðir engin lóðrétt blöndun. Flugeldamengun hleðst upp og loftgæði minnka hratt. #skjótumrótum pic.twitter.com/jOSAmqIf40— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 30, 2020 Árleg áminning. Þið *þurfið* ekki að kaupa flugelda. Þið getið alveg styrkt björgunarsveitirnar án þess að fara fram á eitthvað(mengandi flugelda) í staðinn. Þannig virka góðverk líka best.— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 28, 2020 Umhverfisstofnun bendir jafnframt á mengandi áhrif af völdum flugelda á samfélagsmiðlum í gær. Við minnum á þessa 2 ára gömlu umfjöllun á vef okkar. Í ár eru engar brennur en eins og sést á línuritinu þá hafa þær teljandi áhrif á loftgæðin á gamlárskvöld en eru samt ekki toppurinn.Það eru flugeldarnir sem eru aðalmengunarvaldurinn.https://t.co/5OwhI88lkN pic.twitter.com/cr5KeDO9vG— Umhverfisstofnun (@umhverfis) December 30, 2020 Seint á morgun, nýársdag, er annars búist við vaxandi sunnanátt vestan til á landinu og þykknar upp og hlýnar víða. Dálítil rigning annað kvöld. Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands: Hæg breytileg átt en norðvestan 8-13 m/s austast til hádegis. Víða bjartviðri en skýjað með köflum og stöku él um landið vestanvert framan af degi. Líkur á þokulofti suðvestantil í kvöld. Frost 2 til 13 stig í byggð en allt að 17 stig til fjalla. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt vestantil á morgun og hægt hlýnandi veður, 8-15 m/s síðdegis. Þykknar upp með lítilsháttar úrkomu á Vestur- og Suðvesturlandi annað kvöld. Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum sunnan og vestanlands, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðan og austanvert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Suðvestan eða sunnan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-20 með slyddu á Vestfjörðum um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga átt með úrkomu á köflum flestum landshlutum. Hiti í kringum frostmark. Á miðvikudag: Útlit fyrir hvassa norðanátt og snjókomu eða él, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri.
Veður Flugeldar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira