Fótbolti

Pabbi Ødegaards nýr stjóri Viðars og mögulega Emils

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil Pálsson er á mála hjá Sandefjord en gæti verið á leið annað.
Emil Pálsson er á mála hjá Sandefjord en gæti verið á leið annað. Twitter-síða Sandefjord

Hans Erik Ødegaard er væntanlega mest þekktur fyrir að vera pabbi Martins Ødegaard. Hann er hins vegar nýr stjóri Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni.

Marti Cifuntes hefur þjálfað Sandefjord undanfarin ár en hann er nú farinn til Danmerkur. Þar tók hann við Álaborg sem Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var meðal annars orðaður við.

Í dag var svo Hans Erkinn ráðinn þjálfari Sandefjord næstu tvö árin en hann mun þjálfa liðið ásamt Andreas Tegström. Þeir léku saman á sínum tíma hjá Sandefjord.

Hans Erik hefur áður verið aðstoðarþjálfari Mjøndalen, þjálfari í yngri liðum Real Madrid og síðast var hann yfirþjálfari hjá yngri liðum Strømsgodset. Andreas var síðast þjálfari Assyriska í sænsku B-deildinni.

Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson léku með Sandefjord á síðustu leiktíð. Viðar Ari er samningsbundinn til lok ársins 2021 en Emil er samningslaus um áramótin. Óvíst er hvort að hann verði áfram hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×