Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2020 16:31 Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona máttu þola sitt fyrsta tap í 15 mánuði í gærkvöld. EPA-EFE/MARTIN ZIEMER Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021. Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021.
Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09
PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41