Segjast fegin því að árið sé senn á enda: „Það er bara fínt að sprengja þetta burt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2020 22:02 Flugeldasala Landsbjargar fer vel af stað. Þeir sem fréttastofa ræddi við segjast dauðfegnir að árið sé að líða undir lok og hlakka til að sprengja það burt. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir söluna jafnvel meiri í ár en í fyrra. „Það er okkar tilfinning að efnahagssveiflur hafa tiltölulega lítil áhrif á flugeldasölu. Það er okkar reynsla í gegnum árin,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Engar áramótabrennur verða á dagskrá á gamlárskvöld vegna samkomutakmarkanna. Ekki er mælst með því að fólk safnist saman en undanfarin ár hefur til dæmis verið mikil hópamyndun fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður vel mönnuð á síðasta degi ársins en ekki með fyrirfram skipulagðan viðbúnað vegna hópamyndana. Fegin að árið sé á enda Fréttastofa ræddi við fólk sem statt var í flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar „Ég held að flestir séu bara nokkuð fegnir. Það er bara fínt að sprengja þetta burt,“ sagði Sólveig Björnsdóttir. „Ég verð dauðfegin að kveðja þetta ár,“ sagði Birna og Viktor sem var með henni í för segir að gleðin verði mikil. Ætlið þið að sprengja meira í ár en síðustu ár? „Kannski, sjáum til,“ sagði Viktor og bætir Sigurjón því við að kakan verði aðeins stærri í ár en síðustu ár. Sigurjón, Birna og Viktor keyptu flugelda í dag og segjast dauðfegin því að árið sé á enda.STÖÐ2 „Við ætlum ekki að kveðja þetta ár með mínútu þögn. Við ætlum að sprengja það í burtu, það er það sem ég heyri“ sagði Þór. Sterkar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2021 vegna veðurskilyrða og megnunar frá flugeldum að því er segir í tilkynningu frá borginni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stendur fyrir flugeldasýningu klukkan 20.30 í kvöld. Skotið verður upp frá Hvaleyrarlóni og er fólk minnt á að gæta að sóttvarnareglum og njóta sýningarinnar í jólakúlunni, t.d. í bílnum. Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir söluna jafnvel meiri í ár en í fyrra. „Það er okkar tilfinning að efnahagssveiflur hafa tiltölulega lítil áhrif á flugeldasölu. Það er okkar reynsla í gegnum árin,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Engar áramótabrennur verða á dagskrá á gamlárskvöld vegna samkomutakmarkanna. Ekki er mælst með því að fólk safnist saman en undanfarin ár hefur til dæmis verið mikil hópamyndun fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður vel mönnuð á síðasta degi ársins en ekki með fyrirfram skipulagðan viðbúnað vegna hópamyndana. Fegin að árið sé á enda Fréttastofa ræddi við fólk sem statt var í flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar „Ég held að flestir séu bara nokkuð fegnir. Það er bara fínt að sprengja þetta burt,“ sagði Sólveig Björnsdóttir. „Ég verð dauðfegin að kveðja þetta ár,“ sagði Birna og Viktor sem var með henni í för segir að gleðin verði mikil. Ætlið þið að sprengja meira í ár en síðustu ár? „Kannski, sjáum til,“ sagði Viktor og bætir Sigurjón því við að kakan verði aðeins stærri í ár en síðustu ár. Sigurjón, Birna og Viktor keyptu flugelda í dag og segjast dauðfegin því að árið sé á enda.STÖÐ2 „Við ætlum ekki að kveðja þetta ár með mínútu þögn. Við ætlum að sprengja það í burtu, það er það sem ég heyri“ sagði Þór. Sterkar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2021 vegna veðurskilyrða og megnunar frá flugeldum að því er segir í tilkynningu frá borginni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stendur fyrir flugeldasýningu klukkan 20.30 í kvöld. Skotið verður upp frá Hvaleyrarlóni og er fólk minnt á að gæta að sóttvarnareglum og njóta sýningarinnar í jólakúlunni, t.d. í bílnum.
Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14