Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. desember 2020 14:23 Seyðisfjörður er þekktur fyrir fegurð sína en eftir skemmdir aurskriða er hann ekki nema svipur hjá sjón. Yfirlögregluþjónn vonar að bærinn komist sem fyrst í samt horf. Vísir/Egill Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. Á Seyðisfirði hefur staðið yfir nær hvíldarlaus barátta við náttúruöflin en í seinni hluta desembermánaðar féll, með miklum látum, fjöldi aurskriða, eftir vætutíð og hlýindi. Rýma þurfti bæinn í heild sinni á mettíma eftir að stærsta aurskriðan gereyðilagði eitt hús og skemmdi þrettán önnur. Rýmingar eru enn í gildi í litlum hluta bæjarins en þeim var að hluta aflétt í gær þegar fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa heim aftur. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, var spurður hvort fleiri fái að snúa aftur heim bráðlega. „Vonandi verður það að hluta í dag og á morgun en við erum að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofu eftir mælingar morgunsins og við gerum okkur vonir um að upp úr hádegi, þá verði tíðindi, hversu mikil þau verða á eftir að koma í ljós, en þetta fer nú að ganga aðeins hraðar, mögulega í dag og næstu daga.“ Hingað til hafa veðurstæður ekki verið nægilega góðar til að öruggt væri að hefja hreinsunarstarf og framkvæmdir að fullu en breyting varð á því í morgun. „Hreinsunarstarf er að hefjast núna af fullri alvöru og á eftir að aukast enn á næstu dögum og strax eftir áramót. Sérstök verkefnastjórn, á vegum Múlaþings, með aðstoð björgunarsveita og fleiri aðilum þannig að hreinsunarstarfið er vonandi að komast á skrið núna í dag og næstu daga.“ Seyðisfirði hefur borist liðsstyrkur frá björgunarsveitum frá norðurlandi eystra en tuttugu og sex björgunarsveitarmenn munu í dag aðallega sinna verðmætabjörgun úr húsum. Vegagerðin mun þá ryðja veginn norðanmegin í firðinum þar sem aurskriða féll. „Vegagerðin hefur verið haukur í horni í þessum ósköpum öllum sem hafa dunið yfir og tryggt það að Fjarðarheiðin sé opin eins og hægt er og mun halda áfram að veita þessu verkaefni allan þann stuðning sem hægt er.“ Við gerum ráð fyrir að dagsverkið verði drjúgt hvað hreinsunarstarf varðar, má ætla að bærinn verði fljótlega farinn að líkjast sjálfum sér aftur? „Jú það er maður að vona, það er þó býsna mikið verk óunnið enn þá en vonandi gengur það hratt og við gerum okkur vonir um að innan ekki langs tíma þá verði bærinn farinn að taka á sig sömu mynd og hann hafði áður og fyrir þessi áföll,“ sagði Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir 40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. 28. desember 2020 20:45 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. 28. desember 2020 15:47 Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Á Seyðisfirði hefur staðið yfir nær hvíldarlaus barátta við náttúruöflin en í seinni hluta desembermánaðar féll, með miklum látum, fjöldi aurskriða, eftir vætutíð og hlýindi. Rýma þurfti bæinn í heild sinni á mettíma eftir að stærsta aurskriðan gereyðilagði eitt hús og skemmdi þrettán önnur. Rýmingar eru enn í gildi í litlum hluta bæjarins en þeim var að hluta aflétt í gær þegar fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa heim aftur. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, var spurður hvort fleiri fái að snúa aftur heim bráðlega. „Vonandi verður það að hluta í dag og á morgun en við erum að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofu eftir mælingar morgunsins og við gerum okkur vonir um að upp úr hádegi, þá verði tíðindi, hversu mikil þau verða á eftir að koma í ljós, en þetta fer nú að ganga aðeins hraðar, mögulega í dag og næstu daga.“ Hingað til hafa veðurstæður ekki verið nægilega góðar til að öruggt væri að hefja hreinsunarstarf og framkvæmdir að fullu en breyting varð á því í morgun. „Hreinsunarstarf er að hefjast núna af fullri alvöru og á eftir að aukast enn á næstu dögum og strax eftir áramót. Sérstök verkefnastjórn, á vegum Múlaþings, með aðstoð björgunarsveita og fleiri aðilum þannig að hreinsunarstarfið er vonandi að komast á skrið núna í dag og næstu daga.“ Seyðisfirði hefur borist liðsstyrkur frá björgunarsveitum frá norðurlandi eystra en tuttugu og sex björgunarsveitarmenn munu í dag aðallega sinna verðmætabjörgun úr húsum. Vegagerðin mun þá ryðja veginn norðanmegin í firðinum þar sem aurskriða féll. „Vegagerðin hefur verið haukur í horni í þessum ósköpum öllum sem hafa dunið yfir og tryggt það að Fjarðarheiðin sé opin eins og hægt er og mun halda áfram að veita þessu verkaefni allan þann stuðning sem hægt er.“ Við gerum ráð fyrir að dagsverkið verði drjúgt hvað hreinsunarstarf varðar, má ætla að bærinn verði fljótlega farinn að líkjast sjálfum sér aftur? „Jú það er maður að vona, það er þó býsna mikið verk óunnið enn þá en vonandi gengur það hratt og við gerum okkur vonir um að innan ekki langs tíma þá verði bærinn farinn að taka á sig sömu mynd og hann hafði áður og fyrir þessi áföll,“ sagði Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir 40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. 28. desember 2020 20:45 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. 28. desember 2020 15:47 Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. 28. desember 2020 20:45
Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. 28. desember 2020 15:47
Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28