Ná íslensku konurnar þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 11:32 Sara Björk Gunnarsdóttir var kjörin Íþróttamaður ársins fyrir tveimur árum. Vísir/esá Í kvöld verður Íþróttamaður ársins útnefndur í 65. sinn en eins og vanalega þá eru það Samtök Íþróttafréttamanna á Íslandi sem velja. Nýr kafli í sögu kjörsins gæti verið skrifaður í kvöld. Tilnefningarnar voru opinberaðar á Þorláksmessu en það var topp tíu listinn fyrir kjör Íþróttamanns ársins og svo þrír þjálfarar og þrjú lið sem koma til greina sem þjálfari ársins og lið ársins. Þrjátíu meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna. Kjörið verður í beinni útsendingu í kvöld á RÚV. Það eru auðvitað margir tilkallaðir þegar kemur að verðlaunum sem þessum enda erfitt að bera saman íþróttagreinar og íþróttaafrek. Það verða samt að teljast vera ágætar líkur á því að íslenskar konur geti náð þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins. Það er fá öll þrjú verðlaunin í boði, Íþróttamann ársins, þjálfara ársins og lið ársins. Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað ár þar sem hún hjálpaði tveimur liðum að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, varð fyrsta Íslendingurinn til að bæði vinna (spila í úrslitaleik) og skora í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, vann fjóra stóra titla með liðum sínum í tveimur löndum, bætti landsleikjametið og hjálpaði Íslandi að komast inn á EM. Það verður því að teljast mjög líklegt að Sara Björk verði kosin Íþróttamaður ársins í annað skiptið á ferlinum. Kvennalið hafa tvisvar sinnum áður verið kjörin lið ársins og tvö af þremur liðum sem koma til greina í ár eru kvennalið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er líklegt til að hreppa hnossið að þessu sinni en margir leikmenn þess liðs eru líka leikmenn kvennaliðs Breiðabliks sem er einnig tilnefnt til verðlaunanna. Einu verðlaunin sem hafa aldrei fallið í hlut konu á kjörinu eru aftur á móti verðlaunin fyrir þjálfara ársins. Þetta er í níunda skiptið sem Samtök íþróttafréttamanna velja þjálfara ársins og karlþjálfarar hafa unnið í öll skiptin síðan fyrsta kjörið fór fram árið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir var eina konan sem hafði verið tilnefnd áður en hún endaði í þriðja sæti í kjörinu fyrir árið 2017. Nú er Elísabet hins vegar tilnefnd aftur og að þessu sinni gerir hún svo sannarlega alvöru tilkall til verðlaunanna. Elísabet Gunnarsdóttir hefur unnið markvisst af því að koma Kristianstad í hóp bestu liða Svíþjóðar og í ár kom hún liðinu í Meistaradeildina í fyrsta skiptið. Elísabet var valin þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð eftir að Kristianstad náði þessum besta árangri sínum frá upphafi. Elísabet fær vissulega harða samkeppni um verðlaunin frá karlþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Heimi Guðjónssyni en aldrei áður hefur íslenskur kvenþjálfari verið nær því að vera kosin þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Lið: Breiðablik Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu Ísland U21 lið karla í knattspyrnu Ísland A-landslið kvenna í knattspyrnu Íþróttamaður ársins Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira
Tilnefningarnar voru opinberaðar á Þorláksmessu en það var topp tíu listinn fyrir kjör Íþróttamanns ársins og svo þrír þjálfarar og þrjú lið sem koma til greina sem þjálfari ársins og lið ársins. Þrjátíu meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna. Kjörið verður í beinni útsendingu í kvöld á RÚV. Það eru auðvitað margir tilkallaðir þegar kemur að verðlaunum sem þessum enda erfitt að bera saman íþróttagreinar og íþróttaafrek. Það verða samt að teljast vera ágætar líkur á því að íslenskar konur geti náð þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins. Það er fá öll þrjú verðlaunin í boði, Íþróttamann ársins, þjálfara ársins og lið ársins. Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað ár þar sem hún hjálpaði tveimur liðum að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, varð fyrsta Íslendingurinn til að bæði vinna (spila í úrslitaleik) og skora í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, vann fjóra stóra titla með liðum sínum í tveimur löndum, bætti landsleikjametið og hjálpaði Íslandi að komast inn á EM. Það verður því að teljast mjög líklegt að Sara Björk verði kosin Íþróttamaður ársins í annað skiptið á ferlinum. Kvennalið hafa tvisvar sinnum áður verið kjörin lið ársins og tvö af þremur liðum sem koma til greina í ár eru kvennalið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er líklegt til að hreppa hnossið að þessu sinni en margir leikmenn þess liðs eru líka leikmenn kvennaliðs Breiðabliks sem er einnig tilnefnt til verðlaunanna. Einu verðlaunin sem hafa aldrei fallið í hlut konu á kjörinu eru aftur á móti verðlaunin fyrir þjálfara ársins. Þetta er í níunda skiptið sem Samtök íþróttafréttamanna velja þjálfara ársins og karlþjálfarar hafa unnið í öll skiptin síðan fyrsta kjörið fór fram árið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir var eina konan sem hafði verið tilnefnd áður en hún endaði í þriðja sæti í kjörinu fyrir árið 2017. Nú er Elísabet hins vegar tilnefnd aftur og að þessu sinni gerir hún svo sannarlega alvöru tilkall til verðlaunanna. Elísabet Gunnarsdóttir hefur unnið markvisst af því að koma Kristianstad í hóp bestu liða Svíþjóðar og í ár kom hún liðinu í Meistaradeildina í fyrsta skiptið. Elísabet var valin þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð eftir að Kristianstad náði þessum besta árangri sínum frá upphafi. Elísabet fær vissulega harða samkeppni um verðlaunin frá karlþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Heimi Guðjónssyni en aldrei áður hefur íslenskur kvenþjálfari verið nær því að vera kosin þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Lið: Breiðablik Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu Ísland U21 lið karla í knattspyrnu Ísland A-landslið kvenna í knattspyrnu
Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Lið: Breiðablik Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu Ísland U21 lið karla í knattspyrnu Ísland A-landslið kvenna í knattspyrnu
Íþróttamaður ársins Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira