Kærkomin afmælisgjöf að fá að snúa heim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:45 Jóhann Stefánsson segir það hafa verið kærkomna afmælisgjöf að fá að snúa aftur heim á Seyðisfjörð á sextíu ára afmælisdaginn. Jóhann Stefánsson, íbúi á Seyðisfirði segir það kærkomna afmælisgjöf að hafa fengið að snúa aftur heim í dag. Jóhann fagnar sextugsafmæli í dag, sama dag og fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð eftir að rýmingu var aflétt að hluta. „Það var bara ágætis afmælisgjöf,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans, Bára Mjöll Jónsdóttir, eru fegin að komast aftur heim en tíu dagar eru liðnir síðan bærinn var rýmdur vegna aurskriðanna sem þar ollu gríðarlegu tjóni dagana fyrir jól. „Við gátum eiginlega ekki beðið að komast heim. En við erum svolítið einangruð núna því að við erum ekki með neitt internetsamband, það fór í sundur einhversstaðar línan til okkar þannig að við erum hvorki með sjónvarp eða síma eða internet. Þannig að þetta er bara svolítið eins og í gamladaga. Við erum bara tvö hjónin hérna heima,“ segir Jóhann. Hann segir að það hafi farið ágætlega um hann og hans fólk á meðan þau gátu ekki verið heima. „Alveg ljómandi, við vorum fjögur saman í lítilli íbúð og það fór bara vel um okkur,“ segir Jóhann. „Við vorum fyrstu dagana uppi á Egilsstöðum en síðan vorum við með íbúð hérna á öruggu svæði, hérna í Seyðisfirði.“ Dældi vatni upp úr kjallaranum alla nóttina Heimili þeirra Jóhanns og Báru slapp að mestu leyti vel miðað við önnur hús í bænum sem urðu fyrir miklu tjóni þegar ósköpin gengu yfir. „Við vorum reyndar heima vegna þess að aðfaranótt föstudagsins þá flæddi vatn inn í kjallara hjá okkur og ég var bara alla nóttina eiginlega að dæla vatni. Alveg til sjö um morguninn þá var hætt að leka og við vorum bara hérna heima hjónin og vorum að hvíla okkur bara þegar að ósköpin dundu yfir,“ segir Jóhann. „Við teljum okkur vera nokkuð örugg hérna þar sem við erum en samt sem áður, skriðurnar sem að féllu fyrst og féllu aðfararnótt föstudagsins eru ekki nema innan við hundrað metra frá okkur. Þannig að þær eru bara hérna rétt utan við húsið.“ Ekki allir tilbúnir að snúa heim Hann segir andrúmsloftið vissulega vera nokkuð óvenjulegt í bænum en það sé misjafnt hvernig hamfarirnar koma við fólk. „Þetta hefur svo sem ekki komið neitt sérstaklega illa við okkur þannig lagað. Við hlökkuðum bara til að komast heim og komast í okkar húsnæði aftur,“ segir Jóhann. Þótt þau hjónin hafi ekki hikað við að snúa heim um leið og þau fengu grænt ljós, á það ekki við um alla. „Ég veit af vinafólki mínu sem getur ekki hugsað sér að snúa til baka. Þau áttu reyndar heima svolítið nær flóðasvæðinu heldur en við en kannski skiljanlega sem að það er einhver beigur í þeim,“ segir Jóhann. Þótt húsið þeirra Báru og Jóhanns hafi sloppið er ekki það sama hægt að segja um vinnustað Báru. „Konan mín hún missti sína starfsaðstöðu, hún fór í flóðinu,“ segir Jóhann, en hún vinnur hjá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins sem er með starfsstöð á Seyðisfirði. „Það fór alveg og hún hefur ekkert getað unnið síðan fyrir jól,“ bætir hann við. Komust ekki í afmæliskaffi yfir ófæra heiðina Sjálfur hefur hann getað sinnt sinni vinnu áfram. „Við erum þrír saman sem rekum litla vélsmiðju hérna en hún er ekki á hættusvæði þannig að þetta hefur ekkert truflað okkur neitt þannig lagað,“ segir Jóhann. Þess má geta að það var afi hans sem stofnaði vélsmiðjuna á sínum tíma, sem nú er hluti af Tæknimynjasafninu. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður segist Jóhann hafa átt notarlegan afmælisdag í faðmi fjölskyldunnar í tilefni af stórafmælinu. „Við fögnuðum honum bara í íbúðinni sem við vorum í og konan bakaði fyrir mig köku og nánasta fjölskyldan í kaffi, við vorum nú reyndar bara fjögur,“ segir Jóhann. Systir hans sem einnig er búsett á Seyðisfirði býr á hættusvæði og hefur hún því ekki ennþá fengið að snúa heim. Móðir Jóhanns, sem jafnan dvelur á hjúkrunarheimilinu á Seyðisfirði, þurfti að fara líka að yfirgefa bæinn þegar hann var rýmdur. „Þau komust ekkert yfir heiðina í dag, það var ófært. Það var ekki fært yfir heiðina í dag og var ófært um tíma í gær líka þannig að við erum svolítið innilokuð hérna núna eins og er,“ segir Jóhann. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Það var bara ágætis afmælisgjöf,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans, Bára Mjöll Jónsdóttir, eru fegin að komast aftur heim en tíu dagar eru liðnir síðan bærinn var rýmdur vegna aurskriðanna sem þar ollu gríðarlegu tjóni dagana fyrir jól. „Við gátum eiginlega ekki beðið að komast heim. En við erum svolítið einangruð núna því að við erum ekki með neitt internetsamband, það fór í sundur einhversstaðar línan til okkar þannig að við erum hvorki með sjónvarp eða síma eða internet. Þannig að þetta er bara svolítið eins og í gamladaga. Við erum bara tvö hjónin hérna heima,“ segir Jóhann. Hann segir að það hafi farið ágætlega um hann og hans fólk á meðan þau gátu ekki verið heima. „Alveg ljómandi, við vorum fjögur saman í lítilli íbúð og það fór bara vel um okkur,“ segir Jóhann. „Við vorum fyrstu dagana uppi á Egilsstöðum en síðan vorum við með íbúð hérna á öruggu svæði, hérna í Seyðisfirði.“ Dældi vatni upp úr kjallaranum alla nóttina Heimili þeirra Jóhanns og Báru slapp að mestu leyti vel miðað við önnur hús í bænum sem urðu fyrir miklu tjóni þegar ósköpin gengu yfir. „Við vorum reyndar heima vegna þess að aðfaranótt föstudagsins þá flæddi vatn inn í kjallara hjá okkur og ég var bara alla nóttina eiginlega að dæla vatni. Alveg til sjö um morguninn þá var hætt að leka og við vorum bara hérna heima hjónin og vorum að hvíla okkur bara þegar að ósköpin dundu yfir,“ segir Jóhann. „Við teljum okkur vera nokkuð örugg hérna þar sem við erum en samt sem áður, skriðurnar sem að féllu fyrst og féllu aðfararnótt föstudagsins eru ekki nema innan við hundrað metra frá okkur. Þannig að þær eru bara hérna rétt utan við húsið.“ Ekki allir tilbúnir að snúa heim Hann segir andrúmsloftið vissulega vera nokkuð óvenjulegt í bænum en það sé misjafnt hvernig hamfarirnar koma við fólk. „Þetta hefur svo sem ekki komið neitt sérstaklega illa við okkur þannig lagað. Við hlökkuðum bara til að komast heim og komast í okkar húsnæði aftur,“ segir Jóhann. Þótt þau hjónin hafi ekki hikað við að snúa heim um leið og þau fengu grænt ljós, á það ekki við um alla. „Ég veit af vinafólki mínu sem getur ekki hugsað sér að snúa til baka. Þau áttu reyndar heima svolítið nær flóðasvæðinu heldur en við en kannski skiljanlega sem að það er einhver beigur í þeim,“ segir Jóhann. Þótt húsið þeirra Báru og Jóhanns hafi sloppið er ekki það sama hægt að segja um vinnustað Báru. „Konan mín hún missti sína starfsaðstöðu, hún fór í flóðinu,“ segir Jóhann, en hún vinnur hjá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins sem er með starfsstöð á Seyðisfirði. „Það fór alveg og hún hefur ekkert getað unnið síðan fyrir jól,“ bætir hann við. Komust ekki í afmæliskaffi yfir ófæra heiðina Sjálfur hefur hann getað sinnt sinni vinnu áfram. „Við erum þrír saman sem rekum litla vélsmiðju hérna en hún er ekki á hættusvæði þannig að þetta hefur ekkert truflað okkur neitt þannig lagað,“ segir Jóhann. Þess má geta að það var afi hans sem stofnaði vélsmiðjuna á sínum tíma, sem nú er hluti af Tæknimynjasafninu. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður segist Jóhann hafa átt notarlegan afmælisdag í faðmi fjölskyldunnar í tilefni af stórafmælinu. „Við fögnuðum honum bara í íbúðinni sem við vorum í og konan bakaði fyrir mig köku og nánasta fjölskyldan í kaffi, við vorum nú reyndar bara fjögur,“ segir Jóhann. Systir hans sem einnig er búsett á Seyðisfirði býr á hættusvæði og hefur hún því ekki ennþá fengið að snúa heim. Móðir Jóhanns, sem jafnan dvelur á hjúkrunarheimilinu á Seyðisfirði, þurfti að fara líka að yfirgefa bæinn þegar hann var rýmdur. „Þau komust ekkert yfir heiðina í dag, það var ófært. Það var ekki fært yfir heiðina í dag og var ófært um tíma í gær líka þannig að við erum svolítið innilokuð hérna núna eins og er,“ segir Jóhann.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira