„Það var bara ekki sérstök stemning fyrir því“ að kalla saman þing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:51 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaðu Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að þing komi saman til fundar á morgun líkt og þingmenn stjórnarandstöðu höfðu kallað eftir. Samfylkingin óskaði í gær eftir því að þing kæmi saman á morgun til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Þá hafði Miðflokkurinn áður kallað eftir því að þing kæmi saman til að ræða stöðu mála vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni á Íslandi. Formenn þingflokka funduðu með forseta Alþingis í dag þar sem niðurstaðan varð sú að þing yrði ekki kallað saman. „Það var ekki sérstök ástæða gefin, það var bara ekki sérstök stemning fyrir því eins og einn þingflokksformaður stjórnarliðsins orðaði það,“ sagði Oddný í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Nú er það svo að Alþingi er helsti umræðuvettvangur um þjóðmál og í dag þá beitti meirihlutinn sér gegn því að hann stæði opinn. Vegna þess að þau vilja forðast það að ræða mál sem er þeim mjög viðkvæmt, þau treysta sér ekki til að mæta minnihlutanum hér í þingsal til þess að ræða brot fjármálaráðherrans á sóttvarnareglunum,“ segir Oddný. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir kröfuna en það dugði ekki til, til að hægt yrði að kalla þingið saman en minnst tveir þingmenn stjórnarflokkanna hefðu þurft að fallast á tillöguna til að svo gæti orðið. „Ég vonaði það sannarlega og sérstaklega vegna þess að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er lögð sérstök áhersla á að treysta Alþingi. Og þegar að þrjátíu alþingismenn kalla á þingfund þá hefði ég haldið að ríkisstjórn sem er með slíkar áherslur hefði auðvitað ekki lagst gegn því. En því miður gerðist það,“ sagði Oddný. Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25 Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03 Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Samfylkingin óskaði í gær eftir því að þing kæmi saman á morgun til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Þá hafði Miðflokkurinn áður kallað eftir því að þing kæmi saman til að ræða stöðu mála vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni á Íslandi. Formenn þingflokka funduðu með forseta Alþingis í dag þar sem niðurstaðan varð sú að þing yrði ekki kallað saman. „Það var ekki sérstök ástæða gefin, það var bara ekki sérstök stemning fyrir því eins og einn þingflokksformaður stjórnarliðsins orðaði það,“ sagði Oddný í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Nú er það svo að Alþingi er helsti umræðuvettvangur um þjóðmál og í dag þá beitti meirihlutinn sér gegn því að hann stæði opinn. Vegna þess að þau vilja forðast það að ræða mál sem er þeim mjög viðkvæmt, þau treysta sér ekki til að mæta minnihlutanum hér í þingsal til þess að ræða brot fjármálaráðherrans á sóttvarnareglunum,“ segir Oddný. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir kröfuna en það dugði ekki til, til að hægt yrði að kalla þingið saman en minnst tveir þingmenn stjórnarflokkanna hefðu þurft að fallast á tillöguna til að svo gæti orðið. „Ég vonaði það sannarlega og sérstaklega vegna þess að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er lögð sérstök áhersla á að treysta Alþingi. Og þegar að þrjátíu alþingismenn kalla á þingfund þá hefði ég haldið að ríkisstjórn sem er með slíkar áherslur hefði auðvitað ekki lagst gegn því. En því miður gerðist það,“ sagði Oddný.
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25 Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03 Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25
Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03
Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51