Selfoss eina liðið sem kom til greina á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 12:14 Ragnar Jóhannsson er á leiðinni aftur á Selfoss sem hann lék síðast með 2011. VÍSIR/RAKEL ÓSK Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson segir að það hafi ekkert endilega verið á stefnuskránni að koma heim en fyrst það hafi gerst hafi ekkert annað íslenskt lið en Selfoss komið til greina. Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira