Selfoss eina liðið sem kom til greina á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 12:14 Ragnar Jóhannsson er á leiðinni aftur á Selfoss sem hann lék síðast með 2011. VÍSIR/RAKEL ÓSK Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson segir að það hafi ekkert endilega verið á stefnuskránni að koma heim en fyrst það hafi gerst hafi ekkert annað íslenskt lið en Selfoss komið til greina. Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira