Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2020 18:35 Páll telur að fasteignaverð muni halda áfram að hækka á næsta ári. Vísir/Vilhelm Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði í ár þrátt fyrir svartsýnar spár um að heimsfaraldurinn myndi höggva skarð í söluna. Þannig má sem dæmi nefna að frá september fram í nóvember voru þrjú þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu teknar af sölulista, en Páli Pálssyni fasteignasala reiknast til að þetta sé tæplega tíu prósent meiri sala í ár en í fyrra. Hann segir söluna ekki hafa verið meiri í fimm ár. „Menn sáu það til dæmis í aprílmánuði að þá droppaði salan niður í 54 prósent á milli ára en var mjög fljót að jafna sig. Við erum að sjá sirka tíu prósent meiri sölu á þessu ári heldur en árin í fyrra. Þetta er líklega sölumesta árið síðustu fimm ár,” segir Páll. Páll bendir á að mikill skortur sé á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi leitt af sér hærra fasteignaverð, en samkvæmt Þjóðskrá hefur fasteignaverð hækkað um 7,2 prósent síðustu tólf mánuði og fimm prósent síðustu sex mánuði. Alls voru 7596 eignir seldar á höfuðborgarsvæðinu í ár, borið saman við 6926 á síðasta ári. Hann telur að að öllu óbreyttu muni verð halda áfram að hækka. „Það þarf klárlega að auka lóðaframboð í sveitarfélögunum og það þurfa að koma inn fleiri nýbyggingar. Ég sé fyrir mér að það vanti bara núna ekki undir 1000 íbúðir.” Þá hafi mikið verið um fyrstu kaup, sem sé meðal annars vegna hagstæðari húsnæðislána. „Stýrivextir hafa lækkað um 75 prósent á þessu ári og það er klárlega að hjálpa ungu fólki eða fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn, en á móti kemur að þetta sama fólk þarf meira eigið fé vegna þess að verð hefur verið að hækka,” segir Páll. Húsnæðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði í ár þrátt fyrir svartsýnar spár um að heimsfaraldurinn myndi höggva skarð í söluna. Þannig má sem dæmi nefna að frá september fram í nóvember voru þrjú þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu teknar af sölulista, en Páli Pálssyni fasteignasala reiknast til að þetta sé tæplega tíu prósent meiri sala í ár en í fyrra. Hann segir söluna ekki hafa verið meiri í fimm ár. „Menn sáu það til dæmis í aprílmánuði að þá droppaði salan niður í 54 prósent á milli ára en var mjög fljót að jafna sig. Við erum að sjá sirka tíu prósent meiri sölu á þessu ári heldur en árin í fyrra. Þetta er líklega sölumesta árið síðustu fimm ár,” segir Páll. Páll bendir á að mikill skortur sé á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi leitt af sér hærra fasteignaverð, en samkvæmt Þjóðskrá hefur fasteignaverð hækkað um 7,2 prósent síðustu tólf mánuði og fimm prósent síðustu sex mánuði. Alls voru 7596 eignir seldar á höfuðborgarsvæðinu í ár, borið saman við 6926 á síðasta ári. Hann telur að að öllu óbreyttu muni verð halda áfram að hækka. „Það þarf klárlega að auka lóðaframboð í sveitarfélögunum og það þurfa að koma inn fleiri nýbyggingar. Ég sé fyrir mér að það vanti bara núna ekki undir 1000 íbúðir.” Þá hafi mikið verið um fyrstu kaup, sem sé meðal annars vegna hagstæðari húsnæðislána. „Stýrivextir hafa lækkað um 75 prósent á þessu ári og það er klárlega að hjálpa ungu fólki eða fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn, en á móti kemur að þetta sama fólk þarf meira eigið fé vegna þess að verð hefur verið að hækka,” segir Páll.
Húsnæðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira