Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2020 18:35 Páll telur að fasteignaverð muni halda áfram að hækka á næsta ári. Vísir/Vilhelm Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði í ár þrátt fyrir svartsýnar spár um að heimsfaraldurinn myndi höggva skarð í söluna. Þannig má sem dæmi nefna að frá september fram í nóvember voru þrjú þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu teknar af sölulista, en Páli Pálssyni fasteignasala reiknast til að þetta sé tæplega tíu prósent meiri sala í ár en í fyrra. Hann segir söluna ekki hafa verið meiri í fimm ár. „Menn sáu það til dæmis í aprílmánuði að þá droppaði salan niður í 54 prósent á milli ára en var mjög fljót að jafna sig. Við erum að sjá sirka tíu prósent meiri sölu á þessu ári heldur en árin í fyrra. Þetta er líklega sölumesta árið síðustu fimm ár,” segir Páll. Páll bendir á að mikill skortur sé á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi leitt af sér hærra fasteignaverð, en samkvæmt Þjóðskrá hefur fasteignaverð hækkað um 7,2 prósent síðustu tólf mánuði og fimm prósent síðustu sex mánuði. Alls voru 7596 eignir seldar á höfuðborgarsvæðinu í ár, borið saman við 6926 á síðasta ári. Hann telur að að öllu óbreyttu muni verð halda áfram að hækka. „Það þarf klárlega að auka lóðaframboð í sveitarfélögunum og það þurfa að koma inn fleiri nýbyggingar. Ég sé fyrir mér að það vanti bara núna ekki undir 1000 íbúðir.” Þá hafi mikið verið um fyrstu kaup, sem sé meðal annars vegna hagstæðari húsnæðislána. „Stýrivextir hafa lækkað um 75 prósent á þessu ári og það er klárlega að hjálpa ungu fólki eða fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn, en á móti kemur að þetta sama fólk þarf meira eigið fé vegna þess að verð hefur verið að hækka,” segir Páll. Húsnæðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði í ár þrátt fyrir svartsýnar spár um að heimsfaraldurinn myndi höggva skarð í söluna. Þannig má sem dæmi nefna að frá september fram í nóvember voru þrjú þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu teknar af sölulista, en Páli Pálssyni fasteignasala reiknast til að þetta sé tæplega tíu prósent meiri sala í ár en í fyrra. Hann segir söluna ekki hafa verið meiri í fimm ár. „Menn sáu það til dæmis í aprílmánuði að þá droppaði salan niður í 54 prósent á milli ára en var mjög fljót að jafna sig. Við erum að sjá sirka tíu prósent meiri sölu á þessu ári heldur en árin í fyrra. Þetta er líklega sölumesta árið síðustu fimm ár,” segir Páll. Páll bendir á að mikill skortur sé á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi leitt af sér hærra fasteignaverð, en samkvæmt Þjóðskrá hefur fasteignaverð hækkað um 7,2 prósent síðustu tólf mánuði og fimm prósent síðustu sex mánuði. Alls voru 7596 eignir seldar á höfuðborgarsvæðinu í ár, borið saman við 6926 á síðasta ári. Hann telur að að öllu óbreyttu muni verð halda áfram að hækka. „Það þarf klárlega að auka lóðaframboð í sveitarfélögunum og það þurfa að koma inn fleiri nýbyggingar. Ég sé fyrir mér að það vanti bara núna ekki undir 1000 íbúðir.” Þá hafi mikið verið um fyrstu kaup, sem sé meðal annars vegna hagstæðari húsnæðislána. „Stýrivextir hafa lækkað um 75 prósent á þessu ári og það er klárlega að hjálpa ungu fólki eða fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn, en á móti kemur að þetta sama fólk þarf meira eigið fé vegna þess að verð hefur verið að hækka,” segir Páll.
Húsnæðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira