Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 16:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir þessari skoðun sinni í nokkrum Facebook-færslum nú um helgina. vísir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu. „Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“ Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
„Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“
Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent