Ritari Vinstri grænna: „Mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar“ Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 14:44 Ingibjörg Þórðardóttir er ritari Vinstri grænna. Vinstri græn Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstri grænna, segir veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem sóttvarnareglum var greinilega ekki fylgt, það alvarlega að hann ætti að segja af sér. Hún sé þó ekki þeirrar skoðunar að samstarfsflokkarnir ættu að krefjast afsagnar. Þetta segir Ingibjörg í samtali við Vísi, en hún hafði áður lýst þessari skoðun sinni við stöðuuppfærslu Björgvins Vals Guðmundssonar á Facebook. Þar sagði hún Vinstri græna ekki bera ábyrgð á Sjálfstæðisflokknum og „skömmin ætti að vera þar sem hún ætti heima“. Aðspurð segir Ingibjörg ummælin endurspegla sína persónulegu skoðun þótt hún hafi ekki viðrað þessa skoðun innan flokksins sérstaklega. Henni þyki eðlilegt að ráðherra segi af sér, hann ætti að finna það hjá sjálfum sér. „Ég er ekkert endilega á þeirri skoðun að ef hann gerir það ekki, og honum finnst hann ekki eiga að gera það, að það eigi að kosta stjórnarslit. Mér fyndist bara siðferðilega rétt af honum að segja af sér.“ Finnur fyrir óánægju víða „Ég hef fundið það að fólk er óánægt með það að ráðherra í ríkisstjórn sem VG leiðir hafi brugðist. Ég held að það sé ekki einhver VG-skoðun, ég held að það sé skoðun landsmanna almennt,“ segir Ingibjörg um viðbrögð annarra flokksmanna. Hún hafi þó alla tíð verið mikill stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og meðal annars lýst því yfir á flokksráðsfundi þar sem ákvörðun var tekin um samstarfið. Hún sé enn þeirrar skoðunar að samstarfið sé af hinu góða, ríkisstjórnin hafi staðið sig frábærlega og gert frábæra hluti til þessa. „Á þessum tíma held ég að það hafi verið það eina rétta í stöðunni að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf, en Bjarni Ben brást og traustið hefur skaðast.“ Þá hafi ráðamenn í öðrum löndum sagt af sér vegna svipaðra mála án þess að þess sé sérstaklega krafist. „Það er ekki þannig að aðrir flokkar séu að fara fram á það, menn segja bara af sér.“ Bjarni Benediktsson var staddur í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, en lögregla leysti það upp vegna sóttvarnabrota. Vísir/Sigurjón Umræðan óréttlát í garð Vinstri grænna Ingibjörg segir ósanngjarnt hvernig Vinstri græn eru látin bera ábyrgð á atvikinu og umræðan snúist að mestu um viðbrögð flokksins. Sú athygli sem viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fékk hafi verið meiri en tilefni var til. „Mér finnst mjög óréttlát þessi umræða um það að Bjarni Ben hafi verið í einhverjum sal með 40-50 manns sé á ábyrgð VG. Hvernig Katrín Jakobsdóttir hefur verið úthrópuð fyrir það að Bjarni Ben hafi brugðist finnst mér mjög ósanngjörn umræða.“ Hún telur ólíklegt að það væri skynsamlegt á þessum tímapunkti að sprengja ríkisstjórnina og boða til kosninga. Það sé hennar mat að sú skoðun muni ekki endilega skaða flokkinn í næstu kosningum. „Ég er ekki viss um það að þessi ákvörðun, að Katrín krefjist þess ekki að Bjarni segi af sér, að það muni skaða VG í næstu kosningum. Ég held jafnvel að ef hún myndi gera það og ríkisstjórnin myndi springa og við værum að fara í kosningar í janúar, í því ástandi sem við erum núna – ég held það væri ekki góður kostur,“ segir Ingibjörg. „En mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar og sagt af sér og það myndi einhver annar fjármálaráðherra taka við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Vinstri græn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Löðrungur framan í almenning „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. desember 2020 18:24 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Þetta segir Ingibjörg í samtali við Vísi, en hún hafði áður lýst þessari skoðun sinni við stöðuuppfærslu Björgvins Vals Guðmundssonar á Facebook. Þar sagði hún Vinstri græna ekki bera ábyrgð á Sjálfstæðisflokknum og „skömmin ætti að vera þar sem hún ætti heima“. Aðspurð segir Ingibjörg ummælin endurspegla sína persónulegu skoðun þótt hún hafi ekki viðrað þessa skoðun innan flokksins sérstaklega. Henni þyki eðlilegt að ráðherra segi af sér, hann ætti að finna það hjá sjálfum sér. „Ég er ekkert endilega á þeirri skoðun að ef hann gerir það ekki, og honum finnst hann ekki eiga að gera það, að það eigi að kosta stjórnarslit. Mér fyndist bara siðferðilega rétt af honum að segja af sér.“ Finnur fyrir óánægju víða „Ég hef fundið það að fólk er óánægt með það að ráðherra í ríkisstjórn sem VG leiðir hafi brugðist. Ég held að það sé ekki einhver VG-skoðun, ég held að það sé skoðun landsmanna almennt,“ segir Ingibjörg um viðbrögð annarra flokksmanna. Hún hafi þó alla tíð verið mikill stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og meðal annars lýst því yfir á flokksráðsfundi þar sem ákvörðun var tekin um samstarfið. Hún sé enn þeirrar skoðunar að samstarfið sé af hinu góða, ríkisstjórnin hafi staðið sig frábærlega og gert frábæra hluti til þessa. „Á þessum tíma held ég að það hafi verið það eina rétta í stöðunni að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf, en Bjarni Ben brást og traustið hefur skaðast.“ Þá hafi ráðamenn í öðrum löndum sagt af sér vegna svipaðra mála án þess að þess sé sérstaklega krafist. „Það er ekki þannig að aðrir flokkar séu að fara fram á það, menn segja bara af sér.“ Bjarni Benediktsson var staddur í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, en lögregla leysti það upp vegna sóttvarnabrota. Vísir/Sigurjón Umræðan óréttlát í garð Vinstri grænna Ingibjörg segir ósanngjarnt hvernig Vinstri græn eru látin bera ábyrgð á atvikinu og umræðan snúist að mestu um viðbrögð flokksins. Sú athygli sem viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fékk hafi verið meiri en tilefni var til. „Mér finnst mjög óréttlát þessi umræða um það að Bjarni Ben hafi verið í einhverjum sal með 40-50 manns sé á ábyrgð VG. Hvernig Katrín Jakobsdóttir hefur verið úthrópuð fyrir það að Bjarni Ben hafi brugðist finnst mér mjög ósanngjörn umræða.“ Hún telur ólíklegt að það væri skynsamlegt á þessum tímapunkti að sprengja ríkisstjórnina og boða til kosninga. Það sé hennar mat að sú skoðun muni ekki endilega skaða flokkinn í næstu kosningum. „Ég er ekki viss um það að þessi ákvörðun, að Katrín krefjist þess ekki að Bjarni segi af sér, að það muni skaða VG í næstu kosningum. Ég held jafnvel að ef hún myndi gera það og ríkisstjórnin myndi springa og við værum að fara í kosningar í janúar, í því ástandi sem við erum núna – ég held það væri ekki góður kostur,“ segir Ingibjörg. „En mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar og sagt af sér og það myndi einhver annar fjármálaráðherra taka við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Vinstri græn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Löðrungur framan í almenning „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. desember 2020 18:24 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Löðrungur framan í almenning „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. desember 2020 18:24