Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 08:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur meðal annars komið á fundi með forsætisráðherra og yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir kára að viðræður hans við framleiðendur séu „á eins yfirborðskenndu stigi og hægt er“ og að ekkert sé öruggt í þessum efnum. Um sé að ræða tilraun til þess að tryggja Íslendingum bóluefni fyrr en seinna. „Hvort það tekst eða ekki er algjörlega óvíst en ég er á bólakafi í að reyna það,“ hefur blaðið eftir Kára, sem segir að ein leið gæti verið að rannsaka áhrif bóluefnis hér á landi í samstarfi við framleiðendur. Óljóst sé þó hvort framleiðendur eigi afgangsbóluefni til að sjá af í slíka rannsókn. Gagnrýnir ekki Svandísi Kári telur samstarf Íslands við Evrópusambandið um kaup á bóluefni að einhverju leyti undarlegt. Honum virðist sambandið hreyfa sig á „skringilegan máta“ í þeim efnum og það kunni að hafa veðjað á ranga hesta í bóluefnakapphlaupinu. Ísland þjáist nú fyrir það veðmál. Kári tekur hins vegar fram í viðtalinu að hann sé ekki að gagnrýna nálgun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á bóluefnamál. Hann telji hins vegar að hagsmunum Íslands sé ekki endilega best borgið með Evrópusambandinu þegar kemur að því að semja um kaup á bóluefni. Kári segir ómögulegt að segja til um hvort nokkuð komi út úr viðræðum hans við lyfjaframleiðendur. Hann vilji einfaldlega nýta tíma sinn og sambönd, en hann kom meðal annars á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og yfirmanns bóluefnadeildar Pfizer síðastliðinn mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir kára að viðræður hans við framleiðendur séu „á eins yfirborðskenndu stigi og hægt er“ og að ekkert sé öruggt í þessum efnum. Um sé að ræða tilraun til þess að tryggja Íslendingum bóluefni fyrr en seinna. „Hvort það tekst eða ekki er algjörlega óvíst en ég er á bólakafi í að reyna það,“ hefur blaðið eftir Kára, sem segir að ein leið gæti verið að rannsaka áhrif bóluefnis hér á landi í samstarfi við framleiðendur. Óljóst sé þó hvort framleiðendur eigi afgangsbóluefni til að sjá af í slíka rannsókn. Gagnrýnir ekki Svandísi Kári telur samstarf Íslands við Evrópusambandið um kaup á bóluefni að einhverju leyti undarlegt. Honum virðist sambandið hreyfa sig á „skringilegan máta“ í þeim efnum og það kunni að hafa veðjað á ranga hesta í bóluefnakapphlaupinu. Ísland þjáist nú fyrir það veðmál. Kári tekur hins vegar fram í viðtalinu að hann sé ekki að gagnrýna nálgun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á bóluefnamál. Hann telji hins vegar að hagsmunum Íslands sé ekki endilega best borgið með Evrópusambandinu þegar kemur að því að semja um kaup á bóluefni. Kári segir ómögulegt að segja til um hvort nokkuð komi út úr viðræðum hans við lyfjaframleiðendur. Hann vilji einfaldlega nýta tíma sinn og sambönd, en hann kom meðal annars á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og yfirmanns bóluefnadeildar Pfizer síðastliðinn mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15
Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14
Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent