„Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2020 17:15 Bjarki hefur ekki haft nokkurn tíma til að huga að jólunum. Hann lenti í flóðinu miðju en Mósesmúli varð honum til bjargar. visir/vilhelm Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. „Ég var náttúrlega skítlogandi hræddur eins og allir aðrir,“ segir Bjarki sem taldi að sitt síðasta væri upp runnið. „Já ég stóð beint undir þessu þegar þetta féll. Það voru 15 manns sem lentu inni í þessum þríhyrningi sem myndaðist þegar flóðið féll. Það fellur fyrir ofan björgunarmiðstöðina, þar sem aðgerðarstöðin var staðsett,“ segir Bjarki. Bjarki segir að hin miklu skriðuföll hafi átt sér talsverðan aðdraganda. Alla vikuna áður en hún féll höfðu verið smáspýjur, eins og Bjarki kallar þær, stór og smá skriðuföll, hingað og þangað og þegar höfðu fjölmörg hús verið rýmd. Þá þegar höfðu 120 manns yfirgefið hús sín og voru á hótelum og/eða annars staðar. Bjarki segist ekki muna eftir öðrum eins rýmingum. Íbúðarhúsin sem fóru voru tóm. Það hafði verið langur aðdragandi að þessu. Múlinn bjargaði mannslífum Bjarki segir að það sem hafi orðið honum og öðrum til bjargar var að skriðan klofnaði. Hér sést vel hvernig múlinn, sem nú heitir Mósesmúli, klauf skriðuna og beindi henni annars vegar inneftir þar sem hægði á aurskriðuföllunum en hins vegar úteftir þar sem talsvert meiri kraftur var í skriðunni. Múlinn bjargaði mannskapnum.visir/egill „Ef þú skoðar loftmynd af þessu má sjá að flóðið klofnar á svokölluðum múla sem er hryggur í fjallinu. Hann beinir skriðunni inneftir og úteftir. Og skilur þá eftir smá þríhyrning. Við lentum milli tveggja flóða. Ég kalla hann nú Mósesmúla. Hann bjargaði okkur öllum.“ Bjarki segir að skriðan hafi verið mikil. „Svakalegt þegar skriðan kemur fram af klettunum. Heill veggur af aur og drullu. Ég áttaði mig strax á því að þetta væri miklu stærra en Seyðfirðingar hafan nokkru sinni upplifað. Ég var með örlítið meiri vitnesju um skriðusögu Seyðisfjarðar en gerist og gengur. Þarna var einhver allt annar kraftur sem þarna losnaði úr læðingi.“ Bjarki fór upp í fjallið til að athuga vegsummerki. Eins og sjá má er hann eins og krækiber í helvíti, eins og hann orðar það sjálfur, í samanburði en góð skák úr fjallinu gaf sig. Að sögn Bjarka eru menn að slá á að um 70 þúsund rúmmetrar hafi gefið sig en það á eftir að koma betur í ljós við nánari athugun.Jón Haukur Steingrímsson Menn sáu sitt óvænna. Nokkrir reyndu að hlaupa í skjól en Bjarki segist hafa gert sér grein fyrir því að gagnvart þessu væri lítið skjól að hafa undir vegg einhverra húsakofa. „Ég tók til fótanna. Ætlaði að reyna að komast fyrir tungurnar, taldi það einu leiðina til að lifa þetta af, eftir að ég sá flóðið koma fram af klettunum. Breitt og stórt. Þannig að ég klifraði uppí mastur sem þarna var og sé að það sem fer utan við mig sprengir allt sem fyrir verður. Skriðan fyrir innan virtist renna hægar. Ég sá hlaupaleið þar fram hjá.“ Ytri taumur skriðunnar tætti allt á undan sér Allt gerðist þetta frekar hratt. Hann sá að skriðan braut niður hús vinar hans innar, svokallað Framhús. Það gerðist hratt. „Ég stökk niður úr mastrinu og náði að hlaupa fyrir húsið og út á Hafnarhús. Ég hélt að það væru allri feigir fyrir aftan mig. En áttaði mig svo á að öll húsin sem við vorum við stóðu. Þetta var áhugaverð lífsreynsla vægast sagt. Það var eins og múlinn hafi tekið aflið úr tungunni sem fór inneftir. Sú skriða var fljót að missa kraftinn mean hin virkaði eins og snjóflóð, tætti allt á undan sér.“ Bjarki segist hafa heyrt einhverja tala um höggbylgju áður en skriðan féll, eða þrýsting eins og gerist þegar stór snjóflóð falla. Hann er nú kominn heim. Heimili hans, konu hans og sonar, er undir svonefndri A-línu en svæðið skiptist í A-, B- og C-línur. Endurreisnarstarf er þegar hafið á Seyðisfirði en eyðileggingin er mikil.vísir/vilhelm „Ég er á öruggu svæði og mátti fara heim fljótlega. Ég er nú að huga að jólagjöfum, setja í þvottavél og svoleiðis. Ég hef ekki haft tíma til eins né neins. Veit ekki hvort það er sósublettur á skyrtunni,“ segir Bjarki sem er furðanlega rólegur vegna alls þessa sem hefur gengið á í bænum. Einstakur atburður „Ég var eins og allir bæjarbúar, logandi hræddur, en ég er temmilega kærulaus og er eins og er góður,“ segir Bjarki hvort hann þurfi þá enga áfallahjálp. „Nei. En ég þarf víst að hitta sálfræðing. Allir lögreglumennirnir á svæðinu verða skikkaðir í það. Ég er auðvitað ánægður að enginn dó en mér finnst þetta afar áhugaverð lífsreynsla. Enginn sem nokkru sinni hefur búið á Seyðisfirði frá landnámi hefur séð svona gerast. Þetta er merkilegur atburður.“ Bjarki segir að sjá megi ummerki í jarðlögum sem bendi til þess að árið 750 hafi eitthvað svipað gerst á staðnum. „Við erum einu manneskjurnar sem höfum sé þetta gerast. Þó þetta sé hræðilegt þá er þetta jafnframt en áhugavert. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á skriðuföllum. Og hef búið undir þessum fjöllum alla tíð,“ segir Bjarki sem er borinn og barnfæddur Seyðfirðingur. Fór suður í skóla en hefur alltaf ýmist búið þar eða verði með annan fótinn á staðnum. „Ég er alinn upp við skriðuföll en ekkert af þessum skala. þetta er „beond“ allt sem hugurinn nær utan um.“ Svona horfði atvikið ,sem Bjarki lýsir hér frá sínu sjónarhorni, við eiginkonu hans: Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
„Ég var náttúrlega skítlogandi hræddur eins og allir aðrir,“ segir Bjarki sem taldi að sitt síðasta væri upp runnið. „Já ég stóð beint undir þessu þegar þetta féll. Það voru 15 manns sem lentu inni í þessum þríhyrningi sem myndaðist þegar flóðið féll. Það fellur fyrir ofan björgunarmiðstöðina, þar sem aðgerðarstöðin var staðsett,“ segir Bjarki. Bjarki segir að hin miklu skriðuföll hafi átt sér talsverðan aðdraganda. Alla vikuna áður en hún féll höfðu verið smáspýjur, eins og Bjarki kallar þær, stór og smá skriðuföll, hingað og þangað og þegar höfðu fjölmörg hús verið rýmd. Þá þegar höfðu 120 manns yfirgefið hús sín og voru á hótelum og/eða annars staðar. Bjarki segist ekki muna eftir öðrum eins rýmingum. Íbúðarhúsin sem fóru voru tóm. Það hafði verið langur aðdragandi að þessu. Múlinn bjargaði mannslífum Bjarki segir að það sem hafi orðið honum og öðrum til bjargar var að skriðan klofnaði. Hér sést vel hvernig múlinn, sem nú heitir Mósesmúli, klauf skriðuna og beindi henni annars vegar inneftir þar sem hægði á aurskriðuföllunum en hins vegar úteftir þar sem talsvert meiri kraftur var í skriðunni. Múlinn bjargaði mannskapnum.visir/egill „Ef þú skoðar loftmynd af þessu má sjá að flóðið klofnar á svokölluðum múla sem er hryggur í fjallinu. Hann beinir skriðunni inneftir og úteftir. Og skilur þá eftir smá þríhyrning. Við lentum milli tveggja flóða. Ég kalla hann nú Mósesmúla. Hann bjargaði okkur öllum.“ Bjarki segir að skriðan hafi verið mikil. „Svakalegt þegar skriðan kemur fram af klettunum. Heill veggur af aur og drullu. Ég áttaði mig strax á því að þetta væri miklu stærra en Seyðfirðingar hafan nokkru sinni upplifað. Ég var með örlítið meiri vitnesju um skriðusögu Seyðisfjarðar en gerist og gengur. Þarna var einhver allt annar kraftur sem þarna losnaði úr læðingi.“ Bjarki fór upp í fjallið til að athuga vegsummerki. Eins og sjá má er hann eins og krækiber í helvíti, eins og hann orðar það sjálfur, í samanburði en góð skák úr fjallinu gaf sig. Að sögn Bjarka eru menn að slá á að um 70 þúsund rúmmetrar hafi gefið sig en það á eftir að koma betur í ljós við nánari athugun.Jón Haukur Steingrímsson Menn sáu sitt óvænna. Nokkrir reyndu að hlaupa í skjól en Bjarki segist hafa gert sér grein fyrir því að gagnvart þessu væri lítið skjól að hafa undir vegg einhverra húsakofa. „Ég tók til fótanna. Ætlaði að reyna að komast fyrir tungurnar, taldi það einu leiðina til að lifa þetta af, eftir að ég sá flóðið koma fram af klettunum. Breitt og stórt. Þannig að ég klifraði uppí mastur sem þarna var og sé að það sem fer utan við mig sprengir allt sem fyrir verður. Skriðan fyrir innan virtist renna hægar. Ég sá hlaupaleið þar fram hjá.“ Ytri taumur skriðunnar tætti allt á undan sér Allt gerðist þetta frekar hratt. Hann sá að skriðan braut niður hús vinar hans innar, svokallað Framhús. Það gerðist hratt. „Ég stökk niður úr mastrinu og náði að hlaupa fyrir húsið og út á Hafnarhús. Ég hélt að það væru allri feigir fyrir aftan mig. En áttaði mig svo á að öll húsin sem við vorum við stóðu. Þetta var áhugaverð lífsreynsla vægast sagt. Það var eins og múlinn hafi tekið aflið úr tungunni sem fór inneftir. Sú skriða var fljót að missa kraftinn mean hin virkaði eins og snjóflóð, tætti allt á undan sér.“ Bjarki segist hafa heyrt einhverja tala um höggbylgju áður en skriðan féll, eða þrýsting eins og gerist þegar stór snjóflóð falla. Hann er nú kominn heim. Heimili hans, konu hans og sonar, er undir svonefndri A-línu en svæðið skiptist í A-, B- og C-línur. Endurreisnarstarf er þegar hafið á Seyðisfirði en eyðileggingin er mikil.vísir/vilhelm „Ég er á öruggu svæði og mátti fara heim fljótlega. Ég er nú að huga að jólagjöfum, setja í þvottavél og svoleiðis. Ég hef ekki haft tíma til eins né neins. Veit ekki hvort það er sósublettur á skyrtunni,“ segir Bjarki sem er furðanlega rólegur vegna alls þessa sem hefur gengið á í bænum. Einstakur atburður „Ég var eins og allir bæjarbúar, logandi hræddur, en ég er temmilega kærulaus og er eins og er góður,“ segir Bjarki hvort hann þurfi þá enga áfallahjálp. „Nei. En ég þarf víst að hitta sálfræðing. Allir lögreglumennirnir á svæðinu verða skikkaðir í það. Ég er auðvitað ánægður að enginn dó en mér finnst þetta afar áhugaverð lífsreynsla. Enginn sem nokkru sinni hefur búið á Seyðisfirði frá landnámi hefur séð svona gerast. Þetta er merkilegur atburður.“ Bjarki segir að sjá megi ummerki í jarðlögum sem bendi til þess að árið 750 hafi eitthvað svipað gerst á staðnum. „Við erum einu manneskjurnar sem höfum sé þetta gerast. Þó þetta sé hræðilegt þá er þetta jafnframt en áhugavert. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á skriðuföllum. Og hef búið undir þessum fjöllum alla tíð,“ segir Bjarki sem er borinn og barnfæddur Seyðfirðingur. Fór suður í skóla en hefur alltaf ýmist búið þar eða verði með annan fótinn á staðnum. „Ég er alinn upp við skriðuföll en ekkert af þessum skala. þetta er „beond“ allt sem hugurinn nær utan um.“ Svona horfði atvikið ,sem Bjarki lýsir hér frá sínu sjónarhorni, við eiginkonu hans:
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira