Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2020 11:53 Frá afhendingu gjafabréfa sem mörg hver fara til þeirra sem minna mega sín. Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi og sérnámslæknar í geðlækningum gáfu sín gjafabréf til heimilislausra í Reykjavík. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf Landspítalans til starfsmanna sinna í Skechers-búðinni. Þar kosta öll skópör meira en sjö þúsund krónur og fyrir vikið vakti jólagjöfin nokkra athygli. Sumir starfsmenn Landspítalans gagnrýndu jólagjöfina og fljótlega heyrðust raddir að starfsmenn ætluðu að gefa gjafir sínar áfram til þeirra sem minna mega sín. Ragnar Freyr Ingvarsson, sem hefur starfað á Covid-deild Landspítalans, greindi frá því að læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, hefðu safnað jólagjöfunum saman og fært Mæðrastyrksnefnd. Inneignarnóturnar hefðu verið samanlagt áttatíu. Læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, söfnuðu jólagjöfum LSH saman og færðu mæðrastyrksnefnd. Samtals fóru...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Tuesday, December 22, 2020 Þá munu læknar á gjörgæslu hafa fært Hjálparstofnun Kirkjunnar gjafabréfin með það fyrir augum að þau yrðu gefin áfram, tvö saman, svo fólk gæti keypt sér skópar fyrir peninginn án þess að greiða með gjafabréfinu. Í gær færði svo hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar sín gjafabréf. Fyrr í dag kom hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala færandi...Posted by Velferðarsvið Reykjavíkurborgar on Tuesday, December 22, 2020 „VoR-teymið sinnir aðstoð við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Teymið mun í framhaldinu dreifa gjöfunum til gesta í neyðarskýlum og til íbúa sem búa í Húsnæði fyrst íbúðum.“ Starfsmenn Landspítala eru um sex þúsund. Jól Landspítalinn Hjálparstarf Tengdar fréttir Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02 Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi og sérnámslæknar í geðlækningum gáfu sín gjafabréf til heimilislausra í Reykjavík. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf Landspítalans til starfsmanna sinna í Skechers-búðinni. Þar kosta öll skópör meira en sjö þúsund krónur og fyrir vikið vakti jólagjöfin nokkra athygli. Sumir starfsmenn Landspítalans gagnrýndu jólagjöfina og fljótlega heyrðust raddir að starfsmenn ætluðu að gefa gjafir sínar áfram til þeirra sem minna mega sín. Ragnar Freyr Ingvarsson, sem hefur starfað á Covid-deild Landspítalans, greindi frá því að læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, hefðu safnað jólagjöfunum saman og fært Mæðrastyrksnefnd. Inneignarnóturnar hefðu verið samanlagt áttatíu. Læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, söfnuðu jólagjöfum LSH saman og færðu mæðrastyrksnefnd. Samtals fóru...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Tuesday, December 22, 2020 Þá munu læknar á gjörgæslu hafa fært Hjálparstofnun Kirkjunnar gjafabréfin með það fyrir augum að þau yrðu gefin áfram, tvö saman, svo fólk gæti keypt sér skópar fyrir peninginn án þess að greiða með gjafabréfinu. Í gær færði svo hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar sín gjafabréf. Fyrr í dag kom hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala færandi...Posted by Velferðarsvið Reykjavíkurborgar on Tuesday, December 22, 2020 „VoR-teymið sinnir aðstoð við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Teymið mun í framhaldinu dreifa gjöfunum til gesta í neyðarskýlum og til íbúa sem búa í Húsnæði fyrst íbúðum.“ Starfsmenn Landspítala eru um sex þúsund.
Jól Landspítalinn Hjálparstarf Tengdar fréttir Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02 Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02
Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40
Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00