Hættustig enn í gildi á Seyðisfirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2020 20:57 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Vísir/Egill Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingar að hluta til í gildi í bænum vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig almannavarna í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafi fundað með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðastjórn og vettvangsstjórn í lok dags. „Sérfræðingar Veðurstofu Íslands unnu ásamt samstarfsaðilum með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og björgunarsveita að gagnasöfnun, endurmælingum og uppsetningu nýrra mælipunkta á skriðusvæðunum á Seyðisfirði. Þessi gögn verða skoðuð í kvöld og fyrramálið og frekari ákvarðanir teknar varðandi rýmingu og hreinsun á rýmingarsvæðum á morgun,“ segir í tilkynningunni. Íbúar á nokkrum svæðum sem hefur þurft að rýma fengu að huga að eignum sínum í dag með aðstoð björgunarsveita. Rafrænn íbúafundur var haldinn í dag á vegum sveitarfélagsins Múlaþings þar sem upplýsingum var komið til íbúa og þeim gefinn kostur á að spyrja spurninga. Almannavarnir vinna þá að uppsetningu þjónustumiðstöðvar í Herðubreið á Seyðisfirði og mun hún opna á morgun. Á morgun verður haldinn íbúafundur fyrir Eskfirðinga kl 18:00. Fundurinn verður í beinu streymi á heimasíðu Fjarðabyggðar. Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00 Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49 Myndband sýnir andartökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“ Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag. 21. desember 2020 18:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafi fundað með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðastjórn og vettvangsstjórn í lok dags. „Sérfræðingar Veðurstofu Íslands unnu ásamt samstarfsaðilum með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og björgunarsveita að gagnasöfnun, endurmælingum og uppsetningu nýrra mælipunkta á skriðusvæðunum á Seyðisfirði. Þessi gögn verða skoðuð í kvöld og fyrramálið og frekari ákvarðanir teknar varðandi rýmingu og hreinsun á rýmingarsvæðum á morgun,“ segir í tilkynningunni. Íbúar á nokkrum svæðum sem hefur þurft að rýma fengu að huga að eignum sínum í dag með aðstoð björgunarsveita. Rafrænn íbúafundur var haldinn í dag á vegum sveitarfélagsins Múlaþings þar sem upplýsingum var komið til íbúa og þeim gefinn kostur á að spyrja spurninga. Almannavarnir vinna þá að uppsetningu þjónustumiðstöðvar í Herðubreið á Seyðisfirði og mun hún opna á morgun. Á morgun verður haldinn íbúafundur fyrir Eskfirðinga kl 18:00. Fundurinn verður í beinu streymi á heimasíðu Fjarðabyggðar.
Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00 Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49 Myndband sýnir andartökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“ Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag. 21. desember 2020 18:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
„Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00
Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49
Myndband sýnir andartökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“ Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag. 21. desember 2020 18:10