Sakna þess að leika við vini sína á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 15:01 Júlía Steinunn og Aron voru í settust niður með fréttamanni á Hótel héraði og svöruðu spurningum. Frændsystkinin Aron Elvarsson tíu ára og Júlía Steinunn Ísleifsdóttir tólf ára reikna með því að mega fara heim til sín á Seyðisfjörð og sækja nauðsynjavörur í dag. Þau voru í heimsókn hjá vinkonu sinni að spila tölvuleik á föstudag þegar skriður féllu í bænum og rafmagnið fór af. „Það er frekar fúlt svo sem að fá ekki að fara heim til sín svona rétt fyrir jól,“ segir Aron og Júlía Steinunn tekur undir að það sé mjög leiðinlegt. Þau sakna þess að vera ekki heima hjá sér svona rétt fyrir jólin. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Aron og Júlíu Steinunni á Hótel héraði í dag. Saknar þess að gera snjóhús með vinum sínum „Að vera úti að leika fyrir jólin með vinunum, gera snjóhús og renna sér,“ segir Aron. Hann segir að fjölskyldan hafi keypt á hann föt á Egilsstöðum en hann saknar þeirra einna helst þó hann kysi að hafa ýmislegt sem sé í húsinu heima á Seyðisfirði. „Við vorum hjá vinkonu okkar, í herbergi, og svo slökknuðu ljósin. Ég var í leik sem þurfti net og þá sá ég að ég gat ekki lengur farið í hann. Okkur grunaði svo sem fljótt að rafmagnið hefði farið af vegna einhverrar skriðu.“ Aron segist ekki beint hafa verið hræddur. Heyrðu að fjallið væri nánast farið „Mig langaði mest að vita hvað var að gerast. Síðan hringdi mamma vinkonu okkar í manninn sinn sem var í slökkvliðinu sem sagði að það hefði komið önnur skriða. Fjallið væri nánast farið. Eða mjög stór hluti af því,“ segir Aron. Júlía Steinunn bætir við að þau hafi verið á leið í félagsheimilið Herðubreið þegar stóra skriðan féll. „Mér leið mjög skringilega að sjá þetta,“ segir Júlía Steinunn. Óráðið er með framhaldið hjá þeim báðum en heimili beggja eru í lagi. „Við erum að pæla hvort við eigum að vera á Seyðisfirði hjá ömmu minni eða fara suður. En ég held við megum allavega sækja dót en ekki gista,“ segir Aron. „Ég fer örugglega bara til ömmu og gisti þar,“ bætir Júlía Steinunn við. Hlakka til þegar lífið verður eðlilegt á ný Aron segist vera kvíðinn fyrir því að sjá eyðilegginguna í bænum, með berum augum. Öll þessi hús sem hann hafi leikið sér í kringum. Júlía tekur undir en vonast samt til að geta farið á rúntinn með móður sinni og tekið út bæinn þeirra. Þau hlakka til þegar allt kemst í sinn vanagang. „Að maður geti tekið hjólatúr eða göngutúr, án þess að það séu sérstök svæði. Það er frekar fúlt að fá ekki að fara inn á sum svæðin,“ segir Aron. Júlía Steinunn hlakkar til að hitta vini sína og leika á ný, eins og áður. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Tengdar fréttir Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. 21. desember 2020 13:45 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Það er frekar fúlt svo sem að fá ekki að fara heim til sín svona rétt fyrir jól,“ segir Aron og Júlía Steinunn tekur undir að það sé mjög leiðinlegt. Þau sakna þess að vera ekki heima hjá sér svona rétt fyrir jólin. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Aron og Júlíu Steinunni á Hótel héraði í dag. Saknar þess að gera snjóhús með vinum sínum „Að vera úti að leika fyrir jólin með vinunum, gera snjóhús og renna sér,“ segir Aron. Hann segir að fjölskyldan hafi keypt á hann föt á Egilsstöðum en hann saknar þeirra einna helst þó hann kysi að hafa ýmislegt sem sé í húsinu heima á Seyðisfirði. „Við vorum hjá vinkonu okkar, í herbergi, og svo slökknuðu ljósin. Ég var í leik sem þurfti net og þá sá ég að ég gat ekki lengur farið í hann. Okkur grunaði svo sem fljótt að rafmagnið hefði farið af vegna einhverrar skriðu.“ Aron segist ekki beint hafa verið hræddur. Heyrðu að fjallið væri nánast farið „Mig langaði mest að vita hvað var að gerast. Síðan hringdi mamma vinkonu okkar í manninn sinn sem var í slökkvliðinu sem sagði að það hefði komið önnur skriða. Fjallið væri nánast farið. Eða mjög stór hluti af því,“ segir Aron. Júlía Steinunn bætir við að þau hafi verið á leið í félagsheimilið Herðubreið þegar stóra skriðan féll. „Mér leið mjög skringilega að sjá þetta,“ segir Júlía Steinunn. Óráðið er með framhaldið hjá þeim báðum en heimili beggja eru í lagi. „Við erum að pæla hvort við eigum að vera á Seyðisfirði hjá ömmu minni eða fara suður. En ég held við megum allavega sækja dót en ekki gista,“ segir Aron. „Ég fer örugglega bara til ömmu og gisti þar,“ bætir Júlía Steinunn við. Hlakka til þegar lífið verður eðlilegt á ný Aron segist vera kvíðinn fyrir því að sjá eyðilegginguna í bænum, með berum augum. Öll þessi hús sem hann hafi leikið sér í kringum. Júlía tekur undir en vonast samt til að geta farið á rúntinn með móður sinni og tekið út bæinn þeirra. Þau hlakka til þegar allt kemst í sinn vanagang. „Að maður geti tekið hjólatúr eða göngutúr, án þess að það séu sérstök svæði. Það er frekar fúlt að fá ekki að fara inn á sum svæðin,“ segir Aron. Júlía Steinunn hlakkar til að hitta vini sína og leika á ný, eins og áður.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Tengdar fréttir Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. 21. desember 2020 13:45 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. 21. desember 2020 13:45
Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58
Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent