Allmikil lægð í kortunum á aðfangadag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2020 07:01 Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan sex á aðfangadag. Það er spáð rigningu, ekki snjókomu, svo rauð jól eru mun líklegri en hvít þetta árið. Veðurstofa Íslands „Eftir erfið veður síðustu daga, þótt sunnan- og vestanvert landið hafi sloppið ágætlega frá þessu, taka við mun rólegri dagar.“ Svona hefjast hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan mánudagsmorguninn en eins og kunnugt er urðu miklar hamfarir á Seyðisfirði í liðinni viku vegna metúrkomu sem féll þar og hafði í för með sér gríðarlegar aurskriður með tilheyrandi eyðileggingu í bænum. Þrátt fyrir rólegri daga fram undan veðrinu gæti engu að síður snjóað eða rignt, eða jafnvel komið slydda, vestantil á landinu seint á morgun og á Þorláksmessu. Þá er allmikil lægð væntanleg á aðfangadag en henni mun fylgja töluverð rigning og umtalsverð hlýindi. Mesta úrkoman verður bundin við Suður- og Vesturland. Á jóladag er síðan spáð suðvestanátt með éljum svo hlýindin vara ekki lengi að þessu sinni. „Austanvert landið sleppur að mestu við úrkomu þessa dagana, enda hafa þeir fengið skammtinn sinn og rúmlega það,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gul viðvörun er svo í gildi fram eftir morgni á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna storms og hríðarveðurs en nánari upplýsingar má nálgast hér á viðvörunarvef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 13-23 m/s, hvassast NV-til, en mun hægari vindur S- og A-lands. Slydda eða snjókoma um landið N- og A-vert. Norðaustan 10-18 og víða él með morgninum, einkum um landið NA-vert. Dregur úr vindi í dag, norðaustan 5-13 seinnipartinn með dálitlum éljum fyrir norðan og austan. Kólnandi, frost 0 til 8 stig í kvöld, milsast syðst. Vestlæg átt, 5-13 á morgun. Él eftir hádegi N- og V-til, fyrst á Vestfjörðum. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands, en 0 til 5 stiga frost vestast. Á þriðjudag: Vestlæg átt 5-13, hvassast NV-til. Bjart með köflum, en él V-lands síðdegis. Frost 0 til 14 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á miðvikudag (Þorláksmessa): Vestan 3-8 og skýjað með köflum, en suðlægari og dálítil él vestast. Áfram kalt í veðri, en mun mildara vestantil. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Gengur í hvassa sunnanátt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hlýnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Suðvestanátt og él, en léttskýjað A-lands. Kólnandi veður. Á laugardag (annar í jólum): Vestlæg eða breytileg átt og víða þurrt. Frost um allt land. Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira
Svona hefjast hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan mánudagsmorguninn en eins og kunnugt er urðu miklar hamfarir á Seyðisfirði í liðinni viku vegna metúrkomu sem féll þar og hafði í för með sér gríðarlegar aurskriður með tilheyrandi eyðileggingu í bænum. Þrátt fyrir rólegri daga fram undan veðrinu gæti engu að síður snjóað eða rignt, eða jafnvel komið slydda, vestantil á landinu seint á morgun og á Þorláksmessu. Þá er allmikil lægð væntanleg á aðfangadag en henni mun fylgja töluverð rigning og umtalsverð hlýindi. Mesta úrkoman verður bundin við Suður- og Vesturland. Á jóladag er síðan spáð suðvestanátt með éljum svo hlýindin vara ekki lengi að þessu sinni. „Austanvert landið sleppur að mestu við úrkomu þessa dagana, enda hafa þeir fengið skammtinn sinn og rúmlega það,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gul viðvörun er svo í gildi fram eftir morgni á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna storms og hríðarveðurs en nánari upplýsingar má nálgast hér á viðvörunarvef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 13-23 m/s, hvassast NV-til, en mun hægari vindur S- og A-lands. Slydda eða snjókoma um landið N- og A-vert. Norðaustan 10-18 og víða él með morgninum, einkum um landið NA-vert. Dregur úr vindi í dag, norðaustan 5-13 seinnipartinn með dálitlum éljum fyrir norðan og austan. Kólnandi, frost 0 til 8 stig í kvöld, milsast syðst. Vestlæg átt, 5-13 á morgun. Él eftir hádegi N- og V-til, fyrst á Vestfjörðum. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands, en 0 til 5 stiga frost vestast. Á þriðjudag: Vestlæg átt 5-13, hvassast NV-til. Bjart með köflum, en él V-lands síðdegis. Frost 0 til 14 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á miðvikudag (Þorláksmessa): Vestan 3-8 og skýjað með köflum, en suðlægari og dálítil él vestast. Áfram kalt í veðri, en mun mildara vestantil. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Gengur í hvassa sunnanátt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hlýnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Suðvestanátt og él, en léttskýjað A-lands. Kólnandi veður. Á laugardag (annar í jólum): Vestlæg eða breytileg átt og víða þurrt. Frost um allt land.
Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira