Víglínan á hálendinu og í innflutningi landbúnaðarvara Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2020 16:30 Ekki er eining innan stjórnarflokkanna um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra sem enn er í nefnd eftir fyrstu umræðu í lok desember. Þá má finna andstöðu við frumvarpið víða utan þings eins og innan sveitarstjórna, þótt almennt sé mikill stuðningur við það í samfélaginu að stofnaður verði hálendinsþjóðgarður. Heimir Már Pétursson fréttmaður fær umhverfisráðherra og Smára McCarthy þingmann Pírata til sín í Víglínuna til að ræða þessi mál. En Smári hefur sagt að frumvarpið snúist allt of mikið um hömlur, boð og bönn sem muni gera fólki erfitt fyrir um að njóta hinnar fjölbreyttu náttúru sem er að finna á hálendinu. Smári Mc Carthy og Guðmundur Ingi Guðbrandsson eru báðir sammála um mikilvægi verndar hálendisins en greinir á um ýmislegt í útfærlu hálendisþjóðgarðs.Stöð 2/Einar Frumvarpið um hálendisþjóðgarð snertir á auðlindanýtingu en samkvæmt því er til að mynda reiknað með að Alþingi ljúki gerð rammaáætlunar III varðandi vernd og nýtingu virkjanakosta. Í frumvarpinu er fjallað um áframhaldandi nýtingu á afréttum og hvernig staðið skuli að ferðum og móttöku ferðamanna, svo dæmi séu tekin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður einnig gestur Víglínunnar í dag. En hann hefur nýlega óskað eftir því við Evrópusambandið að samningur sem tók gildi 2018 um inn- og útflutning landbúnaðarvara milli Íslands og ríkja Evrópusambandsins verði endurskoðaður vegna breyttra forsendna. Reynslan sýnir að íslenskir matvælaframleiðendur flytja lítið út en innflytjendur á Íslandi flytja mikið inn af landbúnaðarvörum og langt umfram tollfrjálsa kvóta. Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um breytingar á skipan sendiherra var samþykkt á Alþingi nýlega.Stöð 2/Einar Alþingi hefur einnig nýlega samþykkt frumvarp utanríkisráðherra um breytingar á lögum um skipan sendiherra sem meðal annars fela í sér að stöður þeirra verða auglýstar eins og önnur störf í utanríkisráðuneytinu og enginn verður lengur skipaður sendiherra ævinlangt. Þá skrifaði utanríkisráðherra nýlega undir nýjan loftferðasamning við Bretland sem tryggir flug milli landanna til framtíðar. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður einnig birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega að lokinni útsendingu. Umhverfismál Orkumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hálendisþjóðgarður fyrir sveitarfélögin Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. 15. desember 2020 16:56 Hálendið getur ekki beðið lengur Hvers vegna þarf að stofna þjóðgarð á hálendinu núna? Má það ekki bíða í nokkur ár svo ná megi þessari eftirsóttu „breiðu sátt” þar sem allir eru ánægðir? Svarið er því miður nei! Ýmsar ógnir steðja að hálendi Íslands og með því að klára málið síðar er hætt við að gildi og verðmæti hálendisins verði rýrt enn frekar. 15. desember 2020 13:00 Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttmaður fær umhverfisráðherra og Smára McCarthy þingmann Pírata til sín í Víglínuna til að ræða þessi mál. En Smári hefur sagt að frumvarpið snúist allt of mikið um hömlur, boð og bönn sem muni gera fólki erfitt fyrir um að njóta hinnar fjölbreyttu náttúru sem er að finna á hálendinu. Smári Mc Carthy og Guðmundur Ingi Guðbrandsson eru báðir sammála um mikilvægi verndar hálendisins en greinir á um ýmislegt í útfærlu hálendisþjóðgarðs.Stöð 2/Einar Frumvarpið um hálendisþjóðgarð snertir á auðlindanýtingu en samkvæmt því er til að mynda reiknað með að Alþingi ljúki gerð rammaáætlunar III varðandi vernd og nýtingu virkjanakosta. Í frumvarpinu er fjallað um áframhaldandi nýtingu á afréttum og hvernig staðið skuli að ferðum og móttöku ferðamanna, svo dæmi séu tekin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður einnig gestur Víglínunnar í dag. En hann hefur nýlega óskað eftir því við Evrópusambandið að samningur sem tók gildi 2018 um inn- og útflutning landbúnaðarvara milli Íslands og ríkja Evrópusambandsins verði endurskoðaður vegna breyttra forsendna. Reynslan sýnir að íslenskir matvælaframleiðendur flytja lítið út en innflytjendur á Íslandi flytja mikið inn af landbúnaðarvörum og langt umfram tollfrjálsa kvóta. Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um breytingar á skipan sendiherra var samþykkt á Alþingi nýlega.Stöð 2/Einar Alþingi hefur einnig nýlega samþykkt frumvarp utanríkisráðherra um breytingar á lögum um skipan sendiherra sem meðal annars fela í sér að stöður þeirra verða auglýstar eins og önnur störf í utanríkisráðuneytinu og enginn verður lengur skipaður sendiherra ævinlangt. Þá skrifaði utanríkisráðherra nýlega undir nýjan loftferðasamning við Bretland sem tryggir flug milli landanna til framtíðar. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður einnig birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega að lokinni útsendingu.
Umhverfismál Orkumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hálendisþjóðgarður fyrir sveitarfélögin Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. 15. desember 2020 16:56 Hálendið getur ekki beðið lengur Hvers vegna þarf að stofna þjóðgarð á hálendinu núna? Má það ekki bíða í nokkur ár svo ná megi þessari eftirsóttu „breiðu sátt” þar sem allir eru ánægðir? Svarið er því miður nei! Ýmsar ógnir steðja að hálendi Íslands og með því að klára málið síðar er hætt við að gildi og verðmæti hálendisins verði rýrt enn frekar. 15. desember 2020 13:00 Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Hálendisþjóðgarður fyrir sveitarfélögin Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. 15. desember 2020 16:56
Hálendið getur ekki beðið lengur Hvers vegna þarf að stofna þjóðgarð á hálendinu núna? Má það ekki bíða í nokkur ár svo ná megi þessari eftirsóttu „breiðu sátt” þar sem allir eru ánægðir? Svarið er því miður nei! Ýmsar ógnir steðja að hálendi Íslands og með því að klára málið síðar er hætt við að gildi og verðmæti hálendisins verði rýrt enn frekar. 15. desember 2020 13:00
Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05