Skelltu sér saman í bústaðinn og smituðust af Covid-19 Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 12:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar við greiningu. Rekja má smit sem greindust í gær til hóps sem fór saman í sumarbústað, sem sýni vel að veiran sé enn úti í samfélaginu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa töluverðar áhyggjur af þróuninni í aðdraganda jólanna. Tölur dagsins séu sambærilegar þeim sem hafa verið undanfarna daga, þó ljóst sé að sum þeirra megi rekja til hópamyndunar. Þá séu próflok háskólanna og fleiri tilefni líkleg til að draga dilk á eftir sér ef fólk fer ekki varlega. „Við sjáum það að smitin sem greindust í gær eru að koma frá hópi sem fór saman í bústað eða eitthvað slíkt. Það sýnir að smitin eru þarna úti og geta rokið upp. Ég hef töluverðar áhyggjur af því að það geti gerst núna ef fólk er farið að langa að hópast saman,“ segir Þórólfur og bætir við að slíkt gæti ýtt undir frekari útbreiðslu. „Ef smit fer að komast inn í slíka hópa, þá getur þetta farið að dreifast mjög fljótt miðað við þann hreyfanleika sem er á fólki núna. Fólk er á miklum faraldsfæti út um allt. Ég hef áhyggjur af því að þetta gæti farið að blossa upp.“ Þeir einstaklingar sem greinast með veiruna svo skömmu fyrir jól munu að öllum líkindum eyða stórum hluta hátíðanna í einangrun. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur að fólk veigri sér við að fara í sýnatöku vegna þess segist Þórólfur vona að fólk taki mark á einkennum og fari í sýnatöku ef ástæða er til. „Ég trúi nú varla að fólk mæti ekki í sýnatöku ef það fer að finna fyrir einkennum og veikjast. Auðvitað getur það gerst, en þetta er mjög óviss tími núna og það er margt sem getur gerst.“ Þrettán greindust innanlands í gær og voru átta í sóttkví við greiningu.Vísir/Vilhelm Fólk að greinast án þess að vita hvernig Greint var frá því í gær að hluti þeirra sem greindust í fyrradag hefði engin tengsl við aðra smitaða. Þórólfur segir þetta til marks um útbreiðsluna, enda séu margir að greinast þrátt fyrir að forðast hópamyndun og mannmergð. „Við erum með fólk sem hefur ekkert verið að fara mikið, bara út í búð eða eitthvað slíkt og ekkert inni í mannfjölda af neinu tagi en er samt að smitast. Þetta segir bara það að veiran er úti og hún getur auðveldlega smitast við ákveðnar aðstæður.“ Þónokkur Evrópuríki hafa hert aðgerðir til muna yfir hátíðirnar til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Að mati Þórólfs er greinilegt að ýmsar venjur og hefðir jólanna fela í sér samkomur og ríkin reyni þannig að bregðast við því, þó það hafi ekki komið til tals hér á landi. Hann vill treysta því að fólk fari varlega og hugi að einstaklingsbundnum smitvörnum. „Fólk er vant allskonar hegðun á þessum tíma sem það gerir kannski ekki öllu jafna á árinu, svo þetta er mjög viðkvæmur tími fyrir margra hluta sakir og ég hef svo sannarlega áhyggjur af því. Það er kannski þess vegna sem önnur lönd eru að grípa til mjög harðra, loka verslunum og jafnvel með útgöngubann á þessum tíma. Ég biðla enn og aftur til fólks að virkilega passa sig og hugsa sig um hvernig það hegðar sér núna.“ Dæmi eru um að fólk sé að smitast þrátt fyrir að hafa aðeins farið út úr húsi í verslanir.Vísir/vilhelm Lokaspretturinn nokkrir mánuðir Þróun bólefna gegn kórónuveirunni hefur gengið hratt fyrir sig og æ fleiri jákvæðar fréttir berast af niðurstöðum prófana. Til að mynda eru bólusetningar með bóluefni Pfizer og BioNTech þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada og stefnt er að því að hefja bólusetningar í aðildarríkjum Evrópusambandsins þann 27. desember. Þórólfur segir fregnir af bóluefnum vissulega jákvæðar, en þó þurfi að hafa í huga að nauðsynlegt sé að ná upp ágætu ónæmi í samfélaginu. Það geti tekið tíma. „Lokaspretturinn er náttúrulega nokkrir mánuðir, það má ekki gleyma því. Þetta er ekki að gerast strax eftir áramótin. Við erum að fá töluverðan fjölda af bóluefni út marsmánuð samkvæmt dreifingaráætlun Pfizer en það er ekki nægilegt til að búa til útbreitt ónæmi í samfélaginu.“ Þó sé gott að hægt verði að bólusetja viðkvæmustu hópana fljótlega eftir áramót og þá verði að öllum líkindum hægt að grípa til tilslakana. Aðgerðirnar nú miði að því að vernda heilbrigðiskerfið og fólk í áhættuhópum og bóluefni muni spila stóran þátt í því. „Ég vona svo sannarlega að þetta gangi eftir og við fáum bóluefni hratt og örugglega. Þá náum við meira ónæmi í samfélaginu fyrr en við héldum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán greindust innanlands í gær Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta voru í sóttkví við greiningu en fimm utan sóttkvíar. 19. desember 2020 10:55 Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa töluverðar áhyggjur af þróuninni í aðdraganda jólanna. Tölur dagsins séu sambærilegar þeim sem hafa verið undanfarna daga, þó ljóst sé að sum þeirra megi rekja til hópamyndunar. Þá séu próflok háskólanna og fleiri tilefni líkleg til að draga dilk á eftir sér ef fólk fer ekki varlega. „Við sjáum það að smitin sem greindust í gær eru að koma frá hópi sem fór saman í bústað eða eitthvað slíkt. Það sýnir að smitin eru þarna úti og geta rokið upp. Ég hef töluverðar áhyggjur af því að það geti gerst núna ef fólk er farið að langa að hópast saman,“ segir Þórólfur og bætir við að slíkt gæti ýtt undir frekari útbreiðslu. „Ef smit fer að komast inn í slíka hópa, þá getur þetta farið að dreifast mjög fljótt miðað við þann hreyfanleika sem er á fólki núna. Fólk er á miklum faraldsfæti út um allt. Ég hef áhyggjur af því að þetta gæti farið að blossa upp.“ Þeir einstaklingar sem greinast með veiruna svo skömmu fyrir jól munu að öllum líkindum eyða stórum hluta hátíðanna í einangrun. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur að fólk veigri sér við að fara í sýnatöku vegna þess segist Þórólfur vona að fólk taki mark á einkennum og fari í sýnatöku ef ástæða er til. „Ég trúi nú varla að fólk mæti ekki í sýnatöku ef það fer að finna fyrir einkennum og veikjast. Auðvitað getur það gerst, en þetta er mjög óviss tími núna og það er margt sem getur gerst.“ Þrettán greindust innanlands í gær og voru átta í sóttkví við greiningu.Vísir/Vilhelm Fólk að greinast án þess að vita hvernig Greint var frá því í gær að hluti þeirra sem greindust í fyrradag hefði engin tengsl við aðra smitaða. Þórólfur segir þetta til marks um útbreiðsluna, enda séu margir að greinast þrátt fyrir að forðast hópamyndun og mannmergð. „Við erum með fólk sem hefur ekkert verið að fara mikið, bara út í búð eða eitthvað slíkt og ekkert inni í mannfjölda af neinu tagi en er samt að smitast. Þetta segir bara það að veiran er úti og hún getur auðveldlega smitast við ákveðnar aðstæður.“ Þónokkur Evrópuríki hafa hert aðgerðir til muna yfir hátíðirnar til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Að mati Þórólfs er greinilegt að ýmsar venjur og hefðir jólanna fela í sér samkomur og ríkin reyni þannig að bregðast við því, þó það hafi ekki komið til tals hér á landi. Hann vill treysta því að fólk fari varlega og hugi að einstaklingsbundnum smitvörnum. „Fólk er vant allskonar hegðun á þessum tíma sem það gerir kannski ekki öllu jafna á árinu, svo þetta er mjög viðkvæmur tími fyrir margra hluta sakir og ég hef svo sannarlega áhyggjur af því. Það er kannski þess vegna sem önnur lönd eru að grípa til mjög harðra, loka verslunum og jafnvel með útgöngubann á þessum tíma. Ég biðla enn og aftur til fólks að virkilega passa sig og hugsa sig um hvernig það hegðar sér núna.“ Dæmi eru um að fólk sé að smitast þrátt fyrir að hafa aðeins farið út úr húsi í verslanir.Vísir/vilhelm Lokaspretturinn nokkrir mánuðir Þróun bólefna gegn kórónuveirunni hefur gengið hratt fyrir sig og æ fleiri jákvæðar fréttir berast af niðurstöðum prófana. Til að mynda eru bólusetningar með bóluefni Pfizer og BioNTech þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada og stefnt er að því að hefja bólusetningar í aðildarríkjum Evrópusambandsins þann 27. desember. Þórólfur segir fregnir af bóluefnum vissulega jákvæðar, en þó þurfi að hafa í huga að nauðsynlegt sé að ná upp ágætu ónæmi í samfélaginu. Það geti tekið tíma. „Lokaspretturinn er náttúrulega nokkrir mánuðir, það má ekki gleyma því. Þetta er ekki að gerast strax eftir áramótin. Við erum að fá töluverðan fjölda af bóluefni út marsmánuð samkvæmt dreifingaráætlun Pfizer en það er ekki nægilegt til að búa til útbreitt ónæmi í samfélaginu.“ Þó sé gott að hægt verði að bólusetja viðkvæmustu hópana fljótlega eftir áramót og þá verði að öllum líkindum hægt að grípa til tilslakana. Aðgerðirnar nú miði að því að vernda heilbrigðiskerfið og fólk í áhættuhópum og bóluefni muni spila stóran þátt í því. „Ég vona svo sannarlega að þetta gangi eftir og við fáum bóluefni hratt og örugglega. Þá náum við meira ónæmi í samfélaginu fyrr en við héldum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán greindust innanlands í gær Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta voru í sóttkví við greiningu en fimm utan sóttkvíar. 19. desember 2020 10:55 Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þrettán greindust innanlands í gær Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta voru í sóttkví við greiningu en fimm utan sóttkvíar. 19. desember 2020 10:55
Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12