Einfaldlega slys og enginn að fikta með gas Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2020 10:55 Aron Kristján fékk spýtu úr kojunni fyrir ofan sig á milli augnanna. Hann er þakklátur fyrir að spýtan fór ekki í annað augað. „Þetta er það furðulegasta og óþægilegasta sem ég hef upplifað,“ segir Aron Kristján Sigurjónsson 26 ára Hafnfirðingur. Óhætt er að segja að Aron Kristján, Sóley kærasta hans og fjórir vinir hafi sloppið með skrekkinn þegar þau vöknuðu við sprengingu í sumarbústað nærri Blönduósi á laugardagsmorgun. Hann segir sexmenningana afar þakkláta öllum viðbragðsaðilum og finnst rétt að taka fram, til að hafa smá hemil á netverjum í grínham, að þau hafi ekki verið að sniffa gas. Vöknuðu á slaginu 11:03 Aron lýsir því í samtali við Vísi að um ósköp venjulega sumarbústaðaferð hafi verið að ræða. Þau hafi mætt á svæðið laust fyrir miðnætti á föstudag, mokað sér leið inn í húsið í gegnum snjóinn og komið sér fyrir. Allt fór á hliðina í svefnrýminu. Vatnslaust var í húsinu, að líkindum vegna frosinna lagna, en rafmagnið virkaði. „Við settumst við stofuborðið, spiluðum spil, drukkum bjór og hlógum. Sem var einmitt ástæða ferðarinnar, að þétta hópinn og hafa gaman.“ Þau hafi setið fram á nótt í góðum gír og svo farið að sofa. Öll vöknuðu svo á slaginu þrjár mínútur yfir ellefu en ekki útaf samstilltum vekjaraklukkum. Spýta í andlitið „Við vöknum við sprengingu sem olli því að sumarbústaðurinn fór vægast sagt í tætlur,“ segir Aron Kristján. Myndirnar tala sínu máli en tæknideild lögreglu hefur tjáð Aroni Kristjáni að um gassprengingu hafi verið að ræða. „Ég vakna ekki við lætin heldur að þung spýta springur í andlitið á mér, eflaust frá kojunni sem var fyrir ofan tvíbreiða rúmið þar sem við Sóley sváfum. Þá þegar er mig hálfpartinn enn að dreyma og af einhverjum ástæðum var ég viss um að það væri trukkur að keyra inn í bústaðinn. Flótlega tek ég eftir að úr enninu mínu spýtist mikið blóð. Ég næ að nota sængina mína til að reyna að stöðva blæðinguna. Við Sóley hrópuðum handahófskennd orð af hræðslu og ótta til að tryggja fyrir hvoru öðru að við værum enn með meðvitund. Á sama tíma hrynja yfir okkur spýtur bæði úr veggjum og lofti og festumst við þar undir.“ Spýtur brotnuðu og dreifðust víða um sumarbústaðinn. Þetta hafi gerst á örfáum sekúndum en tíminn liðið afar hægt. „Sprengingin átti sér stað í skúrnum hliðina á herberginu sem við gistum í og því voru veggir á hlið og herbergið í raun alveg á hvolfi.“ Þakklátur fyrir hvernig vinirnir stóðu saman „Viðbragðsaðilar voru komnir áður en við náðum að skella á og fóru með okkur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ég er með stórt gat og stóran skurð á enninu. Neðri framtönn brotin. Tognaður víða um líkamann og marinn sömuleiðis. Ég er þakklátur fyrir það hvernig við vinirnir unnum saman og hjálpuðum hvoru öðru,“ segir Aron Kristján. Hann segir í færslu á Facebook þakklátur viðbragðsaðilum og öllu því starfsfólki sem kom að málinu. „Þið náðuð að róa okkur með svo faglegum vinnubrögðum við erfiðar aðstæður. Síðan þykir okkur gott að tala opinskátt um þetta því áfallið mun verða erfiðasta sárið til að gróa og það hjálpar að útskýra hvað gerðist,“ segir Aron Kristján. Þau munu fá áfallahjálp frá Rauða krossinum í dag. Voru ekki að sniffa gas Þá bendir hann fólki á að aðgátina góðu. „Þó við skiljum að fólk grínist með þetta. Við vorum ekki að „gasa“ eða hvað sem það kallast og við komum ekki nálægt neinu grilli eða gasi. Þetta var slys og ekkert okkar gerði neitt til að valda því. Það erfiðasta við þetta allt saman er að það er ómögulegt að tengja þetta við raunveruleikann og ná hugarró. Gassprengingar eru okkur enn fjarstæðukenndar þrátt fyrir að við urðum fyrir slíkri.“ Bústaðurinn er afar mikið skemmdur eftir sprenginguna. Hann telji þau vinina hafa sloppið merkilega vel. Einn fór líklega úr og í axlarlið í hamaganginum, kærasta hans er með rispur út um allan líkama og tognuð og marin. Þá er hann sjálfur ekki höfuðkúpubrotinn þótt sést hafi í hana útaf gati sem hann fékk í hausinn. Aron er þakklátur fyrir að spýtan sem small á milli augna hans fór í hvorugt augað. Þá segist hann sömuleiðis þakklátur fyrir að gaskúturinn, sem líklega sé af grilli í bústaðnum, hafi sprungið en ekki lekið inn í rýmið þar sem allir voru sofandi. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Sjúkraflutningar Slökkvilið Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Ungt fólk flutt á slysadeild eftir sprengingu í sumarbústað Sex ungmenni voru flutt á slysadeild eftir að sprenging var í sumarbústað í Langadal í morgun. 14. mars 2020 13:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Þetta er það furðulegasta og óþægilegasta sem ég hef upplifað,“ segir Aron Kristján Sigurjónsson 26 ára Hafnfirðingur. Óhætt er að segja að Aron Kristján, Sóley kærasta hans og fjórir vinir hafi sloppið með skrekkinn þegar þau vöknuðu við sprengingu í sumarbústað nærri Blönduósi á laugardagsmorgun. Hann segir sexmenningana afar þakkláta öllum viðbragðsaðilum og finnst rétt að taka fram, til að hafa smá hemil á netverjum í grínham, að þau hafi ekki verið að sniffa gas. Vöknuðu á slaginu 11:03 Aron lýsir því í samtali við Vísi að um ósköp venjulega sumarbústaðaferð hafi verið að ræða. Þau hafi mætt á svæðið laust fyrir miðnætti á föstudag, mokað sér leið inn í húsið í gegnum snjóinn og komið sér fyrir. Allt fór á hliðina í svefnrýminu. Vatnslaust var í húsinu, að líkindum vegna frosinna lagna, en rafmagnið virkaði. „Við settumst við stofuborðið, spiluðum spil, drukkum bjór og hlógum. Sem var einmitt ástæða ferðarinnar, að þétta hópinn og hafa gaman.“ Þau hafi setið fram á nótt í góðum gír og svo farið að sofa. Öll vöknuðu svo á slaginu þrjár mínútur yfir ellefu en ekki útaf samstilltum vekjaraklukkum. Spýta í andlitið „Við vöknum við sprengingu sem olli því að sumarbústaðurinn fór vægast sagt í tætlur,“ segir Aron Kristján. Myndirnar tala sínu máli en tæknideild lögreglu hefur tjáð Aroni Kristjáni að um gassprengingu hafi verið að ræða. „Ég vakna ekki við lætin heldur að þung spýta springur í andlitið á mér, eflaust frá kojunni sem var fyrir ofan tvíbreiða rúmið þar sem við Sóley sváfum. Þá þegar er mig hálfpartinn enn að dreyma og af einhverjum ástæðum var ég viss um að það væri trukkur að keyra inn í bústaðinn. Flótlega tek ég eftir að úr enninu mínu spýtist mikið blóð. Ég næ að nota sængina mína til að reyna að stöðva blæðinguna. Við Sóley hrópuðum handahófskennd orð af hræðslu og ótta til að tryggja fyrir hvoru öðru að við værum enn með meðvitund. Á sama tíma hrynja yfir okkur spýtur bæði úr veggjum og lofti og festumst við þar undir.“ Spýtur brotnuðu og dreifðust víða um sumarbústaðinn. Þetta hafi gerst á örfáum sekúndum en tíminn liðið afar hægt. „Sprengingin átti sér stað í skúrnum hliðina á herberginu sem við gistum í og því voru veggir á hlið og herbergið í raun alveg á hvolfi.“ Þakklátur fyrir hvernig vinirnir stóðu saman „Viðbragðsaðilar voru komnir áður en við náðum að skella á og fóru með okkur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ég er með stórt gat og stóran skurð á enninu. Neðri framtönn brotin. Tognaður víða um líkamann og marinn sömuleiðis. Ég er þakklátur fyrir það hvernig við vinirnir unnum saman og hjálpuðum hvoru öðru,“ segir Aron Kristján. Hann segir í færslu á Facebook þakklátur viðbragðsaðilum og öllu því starfsfólki sem kom að málinu. „Þið náðuð að róa okkur með svo faglegum vinnubrögðum við erfiðar aðstæður. Síðan þykir okkur gott að tala opinskátt um þetta því áfallið mun verða erfiðasta sárið til að gróa og það hjálpar að útskýra hvað gerðist,“ segir Aron Kristján. Þau munu fá áfallahjálp frá Rauða krossinum í dag. Voru ekki að sniffa gas Þá bendir hann fólki á að aðgátina góðu. „Þó við skiljum að fólk grínist með þetta. Við vorum ekki að „gasa“ eða hvað sem það kallast og við komum ekki nálægt neinu grilli eða gasi. Þetta var slys og ekkert okkar gerði neitt til að valda því. Það erfiðasta við þetta allt saman er að það er ómögulegt að tengja þetta við raunveruleikann og ná hugarró. Gassprengingar eru okkur enn fjarstæðukenndar þrátt fyrir að við urðum fyrir slíkri.“ Bústaðurinn er afar mikið skemmdur eftir sprenginguna. Hann telji þau vinina hafa sloppið merkilega vel. Einn fór líklega úr og í axlarlið í hamaganginum, kærasta hans er með rispur út um allan líkama og tognuð og marin. Þá er hann sjálfur ekki höfuðkúpubrotinn þótt sést hafi í hana útaf gati sem hann fékk í hausinn. Aron er þakklátur fyrir að spýtan sem small á milli augna hans fór í hvorugt augað. Þá segist hann sömuleiðis þakklátur fyrir að gaskúturinn, sem líklega sé af grilli í bústaðnum, hafi sprungið en ekki lekið inn í rýmið þar sem allir voru sofandi. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Ungt fólk flutt á slysadeild eftir sprengingu í sumarbústað Sex ungmenni voru flutt á slysadeild eftir að sprenging var í sumarbústað í Langadal í morgun. 14. mars 2020 13:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ungt fólk flutt á slysadeild eftir sprengingu í sumarbústað Sex ungmenni voru flutt á slysadeild eftir að sprenging var í sumarbústað í Langadal í morgun. 14. mars 2020 13:34
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent