Enn fækkar þeim sem senda jólakort Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 12:21 Konur (47 prósent) reyndust líklegri en karlar (38 prósent) til að segjast ætla að senda jólakort í ár, annað hvort með bréfpósti eða rafrænum hætti. Getty Enn fækkar í hópi þeirra sem senda jólakort. Einungis sextán prósent segjast ætla að senda jólakort í bréfpóst í ár, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 57 prósent segjast ekki ætla senda nein jólakort í ár, en 23 prósent segjast ætla að senda jólakort með rafrænum hætti. Jólakortasendingum landans virðist hafa farið fækkandi frá því að mælingar MMR hófust árið 2015. Þá sögðust 67 prósent landsmanna ætla að senda jólakort. „Þróunin yfir í rafræn jólakort hefur verið stöðug undanfarin ár og heldur hún áfram þetta árið. Hins vegar hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla að senda jólakort með bréfpósti (annað hvort eingöngu eða ásamt rafrænum kveðjum) lækkað um 36 prósentustig frá upphafi mælinga. Samdráttur í bréfakortsendingum reyndist þó minni í ár en oft áður, en fækkunin taldi einungis um fjögur prósentustig. Til samanburðar hefur árlegur samdráttur síðustu fjögurra ára verið um 7 prósentustig. Á móti kemur að lítil sem engin fjölgun mældist í ár á fjölda þeirra sem hyggjast senda rafræn jólakort og er það í fyrsta sinn frá 2016 sem það hlutfall eykst óverulega milli ára,“ segir í frétt MMR. Aldur og kyn ræður talsverðu Ennfremur segir að mestan mun hafi verið að sjá á jólakortasendingum eftir aldri svarenda. Einungis 20 prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafi sagst ætla að senda jólakort í ár og hafi hlutfallið minnkað um 11 prósentustig frá mælingu síðasta árs. „Athygli vekur að fleiri svarendur í yngsta aldurshópnum kváðust ætla að senda kort eingöngu með bréfpósti (11%) heldur en eingöngu rafrænt (9%) og að enginn þeirra kvaðst ætla að nýta sér báða sendingarmáta. Hlutfall þeirra sem kváðust ætla að senda jólakort í ár jókst með auknum aldri og mældist mest meðal svarenda 68 ára og eldri (65%) en svarendur allra aldurshópa 30 ára og eldri kváðust líklegri til að senda jólakortin í ár rafrænt heldur en með bréfpósti. Eflaust hefur Covid haft áhrif á jólahefðir svarenda þetta árið og virðast jólakortasendingar elstu svarenda vera þar á meðal. Hlutfall þeirra svarenda 68 ára og eldri sem kváðust eingöngu ætla að senda jólakortin rafrænt jókst um 12 prósentustig á milli ára, samhliða því að hlutfall þeirra sem ætla eingöngu að senda með bréfpósti minnkaði um 20 prósentustig. Þá minnkaði hlutfall svarenda elsta aldurshópsins sem kvaðst ætla að senda bæði rafrænt og með bréfpósti um 7 prósentustig á milli ára. Konur (47%) reyndust líklegri en karlar (38%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en bæði kynin kváðust líklegust til að ætla að senda kortin eingöngu með rafrænum hætti í ár (24% konur; 22% karlar). Þá reyndust svarendur af landsbyggðinni (53%) líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (37%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en jólakortasendingar höfuðborgarbúa minnkuðu um 6 prósentustig frá könnun ársins 2019. Litlar breytingar var hins vegar að sjá á jólakortaætlunum landsbyggðarbúa,“ segir í tilkynningunni á vef MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 16. desember 2020. Skoðanakannanir Jól Pósturinn Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Jólakortasendingum landans virðist hafa farið fækkandi frá því að mælingar MMR hófust árið 2015. Þá sögðust 67 prósent landsmanna ætla að senda jólakort. „Þróunin yfir í rafræn jólakort hefur verið stöðug undanfarin ár og heldur hún áfram þetta árið. Hins vegar hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla að senda jólakort með bréfpósti (annað hvort eingöngu eða ásamt rafrænum kveðjum) lækkað um 36 prósentustig frá upphafi mælinga. Samdráttur í bréfakortsendingum reyndist þó minni í ár en oft áður, en fækkunin taldi einungis um fjögur prósentustig. Til samanburðar hefur árlegur samdráttur síðustu fjögurra ára verið um 7 prósentustig. Á móti kemur að lítil sem engin fjölgun mældist í ár á fjölda þeirra sem hyggjast senda rafræn jólakort og er það í fyrsta sinn frá 2016 sem það hlutfall eykst óverulega milli ára,“ segir í frétt MMR. Aldur og kyn ræður talsverðu Ennfremur segir að mestan mun hafi verið að sjá á jólakortasendingum eftir aldri svarenda. Einungis 20 prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafi sagst ætla að senda jólakort í ár og hafi hlutfallið minnkað um 11 prósentustig frá mælingu síðasta árs. „Athygli vekur að fleiri svarendur í yngsta aldurshópnum kváðust ætla að senda kort eingöngu með bréfpósti (11%) heldur en eingöngu rafrænt (9%) og að enginn þeirra kvaðst ætla að nýta sér báða sendingarmáta. Hlutfall þeirra sem kváðust ætla að senda jólakort í ár jókst með auknum aldri og mældist mest meðal svarenda 68 ára og eldri (65%) en svarendur allra aldurshópa 30 ára og eldri kváðust líklegri til að senda jólakortin í ár rafrænt heldur en með bréfpósti. Eflaust hefur Covid haft áhrif á jólahefðir svarenda þetta árið og virðast jólakortasendingar elstu svarenda vera þar á meðal. Hlutfall þeirra svarenda 68 ára og eldri sem kváðust eingöngu ætla að senda jólakortin rafrænt jókst um 12 prósentustig á milli ára, samhliða því að hlutfall þeirra sem ætla eingöngu að senda með bréfpósti minnkaði um 20 prósentustig. Þá minnkaði hlutfall svarenda elsta aldurshópsins sem kvaðst ætla að senda bæði rafrænt og með bréfpósti um 7 prósentustig á milli ára. Konur (47%) reyndust líklegri en karlar (38%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en bæði kynin kváðust líklegust til að ætla að senda kortin eingöngu með rafrænum hætti í ár (24% konur; 22% karlar). Þá reyndust svarendur af landsbyggðinni (53%) líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (37%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en jólakortasendingar höfuðborgarbúa minnkuðu um 6 prósentustig frá könnun ársins 2019. Litlar breytingar var hins vegar að sjá á jólakortaætlunum landsbyggðarbúa,“ segir í tilkynningunni á vef MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 16. desember 2020.
Skoðanakannanir Jól Pósturinn Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira