Ólafur Arnalds tilkynnir stuttmyndina When We Are Born Ritstjórn Albumm skrifar 19. desember 2020 14:00 Myndin var gerð í samstarfi við Íslenska dansflokkinn undir stjórn Ernu Ómarsdóttur. Ólafur Arnalds kynnir stuttmyndina When We Are Born, einstaka dans- og tónlistarmynd í leikstjórn franska leikstjórans Vincent Moon, sem væntanleg er með vorinu. When We Are Born fylgir eftir ótrúlegri velgengni nýrrar plötu Ólafs, some kind of peace, sem kom út í nóvember. Hún skaust meðal annars inn á topplista breska metsölulistans stuttu eftir útgáfu og var valin ein af plötum ársins af hinni virtu útvarpsstöð NPR. Kemur í stað tónleika „Því miður gerir ástandið í heiminum það okkur ómögulegt að fylgja eftir svona plötu með tónleikaferðalagi. Hugmyndin að myndinni kviknaði í byrjun árs þegar ljóst var í hvað stefndi. Það sem ég nýt hvað mest við að gefa út plötu er að flytja tónlistina á sviði, hreyfa við fólki og halda áfram að segja „sögu” plötunnar. Við leggjum yfirleitt allt í sölurnar þegar kemur að umgjörð tónleikanna og upplifun áheyrenda og þannig fá lögin tækifæri til þess að halda áfram að þróast,“ útskýrir hann og bætir við að myndin spratt í raun út frá þessari vöntun á framvindu í útgáfuferlinu. „Þarna fengum við tækifæri til að skapa eitthvað nýtt, setja tónlistina í nýtt samhengi og miðla ennþá frekar hugmyndunum sem liggja þarna að baki.” watch on YouTube Tekin upp á Íslandi í sumar When We Are Born var tekin upp á Íslandi, sumarið 2020, á meðan lægð var í heimsfaraldrinum hér á landi. Framleiðendur myndarinnar eru Mercury Studios, Petite Planètes, Akkeri Films, Árni Þór Árnason og Ólafur Arnalds. Leikstjórann, Vincent Moon, þekkja eflaust margir af tónleikaröð hans Take Away Shows þar sem hann tók upp óhefðbundna tónleika með mörgum af helstu tónlistarmönnum heims, s.s. Arcade Fire, R.E.M. og Bon Iver. Myndin var gerð í samstarfi við Íslenska dansflokkinn undir stjórn Ernu Ómarsdóttur, Þór Elíasson sá um myndatöku og indónesíska söngkonan Sandrayati Fay kom fram ásamt einvalaliði listafólks. „Platan er mjög persónuleg og gengur nær mér en fyrri plötur. When We Are Born er einskonar framlenging á henni og gerist á mörkum raunveruleika og súrrealísks heims. Þar renna saman tónlistin og atvikin sem voru innblásturinn að henni. Með því að setja þetta upp svona vildum við sýna sköpunarferlið á myndrænan hátt og hvernig lífið og listin blandast saman. Tónlistin er líka öll tekin upp á staðnum, í lifandi flutningi, á sama tíma og senurnar í myndinni. Sem var ákveðið flækjustig,“ viðurkennir hann en allar senurnar í myndinni eru ein taka. „Það þurfti allt að ganga upp um leið og leikstjórinn kallaði “action,” segir Ólafur. Allar senur í myndinni voru teknar í samfelldum tökum. Í fremstu röð Ólafur Arnalds hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistamanna og hefur undanfarinn áratug sannað sig sem eitt áhrifamesta nútímatónskáld heims. Auk þess að hafa gefið út fjölda margar plötur undir eigin nafni hefur Ólafur líka leikið með rafsveitinni Kiasmos og samið tónlist fyrir kvikmyndir og þáttaraðir á borð við Broadchurch (BAFTA-verðlaun fyrir bestu tónlist) og Defending Jacob — en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann á dögunum tilnefningu til Emmy-verðlauna. Platan some kind of peace kemur út á vegum Mercury KX og Öldu Music á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp
When We Are Born fylgir eftir ótrúlegri velgengni nýrrar plötu Ólafs, some kind of peace, sem kom út í nóvember. Hún skaust meðal annars inn á topplista breska metsölulistans stuttu eftir útgáfu og var valin ein af plötum ársins af hinni virtu útvarpsstöð NPR. Kemur í stað tónleika „Því miður gerir ástandið í heiminum það okkur ómögulegt að fylgja eftir svona plötu með tónleikaferðalagi. Hugmyndin að myndinni kviknaði í byrjun árs þegar ljóst var í hvað stefndi. Það sem ég nýt hvað mest við að gefa út plötu er að flytja tónlistina á sviði, hreyfa við fólki og halda áfram að segja „sögu” plötunnar. Við leggjum yfirleitt allt í sölurnar þegar kemur að umgjörð tónleikanna og upplifun áheyrenda og þannig fá lögin tækifæri til þess að halda áfram að þróast,“ útskýrir hann og bætir við að myndin spratt í raun út frá þessari vöntun á framvindu í útgáfuferlinu. „Þarna fengum við tækifæri til að skapa eitthvað nýtt, setja tónlistina í nýtt samhengi og miðla ennþá frekar hugmyndunum sem liggja þarna að baki.” watch on YouTube Tekin upp á Íslandi í sumar When We Are Born var tekin upp á Íslandi, sumarið 2020, á meðan lægð var í heimsfaraldrinum hér á landi. Framleiðendur myndarinnar eru Mercury Studios, Petite Planètes, Akkeri Films, Árni Þór Árnason og Ólafur Arnalds. Leikstjórann, Vincent Moon, þekkja eflaust margir af tónleikaröð hans Take Away Shows þar sem hann tók upp óhefðbundna tónleika með mörgum af helstu tónlistarmönnum heims, s.s. Arcade Fire, R.E.M. og Bon Iver. Myndin var gerð í samstarfi við Íslenska dansflokkinn undir stjórn Ernu Ómarsdóttur, Þór Elíasson sá um myndatöku og indónesíska söngkonan Sandrayati Fay kom fram ásamt einvalaliði listafólks. „Platan er mjög persónuleg og gengur nær mér en fyrri plötur. When We Are Born er einskonar framlenging á henni og gerist á mörkum raunveruleika og súrrealísks heims. Þar renna saman tónlistin og atvikin sem voru innblásturinn að henni. Með því að setja þetta upp svona vildum við sýna sköpunarferlið á myndrænan hátt og hvernig lífið og listin blandast saman. Tónlistin er líka öll tekin upp á staðnum, í lifandi flutningi, á sama tíma og senurnar í myndinni. Sem var ákveðið flækjustig,“ viðurkennir hann en allar senurnar í myndinni eru ein taka. „Það þurfti allt að ganga upp um leið og leikstjórinn kallaði “action,” segir Ólafur. Allar senur í myndinni voru teknar í samfelldum tökum. Í fremstu röð Ólafur Arnalds hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistamanna og hefur undanfarinn áratug sannað sig sem eitt áhrifamesta nútímatónskáld heims. Auk þess að hafa gefið út fjölda margar plötur undir eigin nafni hefur Ólafur líka leikið með rafsveitinni Kiasmos og samið tónlist fyrir kvikmyndir og þáttaraðir á borð við Broadchurch (BAFTA-verðlaun fyrir bestu tónlist) og Defending Jacob — en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann á dögunum tilnefningu til Emmy-verðlauna. Platan some kind of peace kemur út á vegum Mercury KX og Öldu Music á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp