Finnst skrítið að hún hafi verið valin í lið ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 14:30 Þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað á árinu var Megan Rapinoe valin í lið ársins 2020 hjá FIFA. getty/Brad Smith Margir furðuðu sig á því að Megan Rapinoe hafi verið valin í lið ársins á verðlaunahátíð FIFA, meðal annars hún sjálf. Rapinoe hefur ekki spilað leik síðan í mars og í færslu á Twitter fannst henni skrítið að hún hafi komist í lið ársins. „Þetta er augljóslega mikill heiður fyrir mig, að vera valin af kollegum mínum í lið ársins. Á sama tíma kom það mér á óvart að ég hafi komið til greina þar sem ég hef ekki spilað síðan í mars,“ sagði Rapinoe. Hún bætti við að valið á sér í lið ársins sýndi að gera þyrfti meira fyrir kvennafótboltann í heiminum. „Við erum með svo margar frábæra fótboltakonur í heiminum og við þurfum öll að gera það sem getum til að veita þeim athygli. Það að ég hafi verið valin sýnir enn og aftur að til að taka skref fram á við þurfum við að fjárfesta meira í kvennaboltanum til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að sjást í sjónvarpi í sínum heimalöndum og á heimsvísu meðan þær spila,“ sagði Rapinoe. So much to be thankful for this year, and so much work still to be done. https://t.co/LtwTv8S0Jv pic.twitter.com/Kz8LettjXI— Megan Rapinoe (@mPinoe) December 17, 2020 Hún var valin besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í fyrra. Rapinoe varð þá heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vakti auk þess mikla athygli fyrir baráttu sína utan vallar fyrir auknu jafnrétti og réttlæti. Henni tókst meðal annars að fara í taugarnar á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enska landsliðskonan Lucy Bronze var valin besti leikmaður heims 2020 af FIFA. Pernille Harder og Wendie Renard voru einnig tilnefndar. FIFA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Rapinoe hefur ekki spilað leik síðan í mars og í færslu á Twitter fannst henni skrítið að hún hafi komist í lið ársins. „Þetta er augljóslega mikill heiður fyrir mig, að vera valin af kollegum mínum í lið ársins. Á sama tíma kom það mér á óvart að ég hafi komið til greina þar sem ég hef ekki spilað síðan í mars,“ sagði Rapinoe. Hún bætti við að valið á sér í lið ársins sýndi að gera þyrfti meira fyrir kvennafótboltann í heiminum. „Við erum með svo margar frábæra fótboltakonur í heiminum og við þurfum öll að gera það sem getum til að veita þeim athygli. Það að ég hafi verið valin sýnir enn og aftur að til að taka skref fram á við þurfum við að fjárfesta meira í kvennaboltanum til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að sjást í sjónvarpi í sínum heimalöndum og á heimsvísu meðan þær spila,“ sagði Rapinoe. So much to be thankful for this year, and so much work still to be done. https://t.co/LtwTv8S0Jv pic.twitter.com/Kz8LettjXI— Megan Rapinoe (@mPinoe) December 17, 2020 Hún var valin besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í fyrra. Rapinoe varð þá heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vakti auk þess mikla athygli fyrir baráttu sína utan vallar fyrir auknu jafnrétti og réttlæti. Henni tókst meðal annars að fara í taugarnar á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enska landsliðskonan Lucy Bronze var valin besti leikmaður heims 2020 af FIFA. Pernille Harder og Wendie Renard voru einnig tilnefndar.
FIFA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira