Fyrrverandi landsliðsmaður Svía lýsir munntóbaksfíkn: „Baggið er minn besti vinur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 09:30 Sænski baggkóngurinn Glenn Strömberg. getty/Alessandro Sabattini Glenn Strömberg, fyrrverandi leikmaður sænska fótboltalandsliðsins, hefur rætt opinskátt um munntóbaksfíkn sína. Hann segir baggið sinn besta vin. Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg. Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg.
Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira