Reiðir sig á hjálparsamtök svo börnin fái að borða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2020 19:00 Kolbrún Inga Carlsen er alin upp við fátækt. Sjálf segist hún vera í fátæktargildru. Hún er í hundrað prósent vinnu en peningarnir eru búnir fimmta hvers mánaðar. VÍSIR/SIGURJÓN Einstæð tveggja barna móðir sem býr við mikla fátækt kvíðir jólunum. Hún segir að þó að hún sé í fullri vinnu þá séu peningarnir búnir þann fimmta hvers mánaðar. Hún þurfi að reiða sig á hjálparsamtök til að geta gefið börnum sínum að borða. Kolbrún Inga Carlsen er 34 ára gömul tveggja barna móðir. Hún ólst sjálf upp við fátækt hjá einstæðri móðir sem er öryrki. Kolbrún er hún með gigt og hjartagalla og gat ekkert unnið um tíma. Í dag er hún í hundrað prósent vinnu og fær um 320 þúsund krónur útborgað á mánuði. Þegar hún er búin að greiða leiguna segist hún eiga eftir um hundrað þúsund krónur. Þá á hún eftir að greiða mat í skólanum fyrir strákana sína, net, tryggingar og símreikning. Þá segist hún skulda mikið þar sem hún hafi stöðugt þurft að taka lán til að eiga ofan í sig og á. „Svo er ég bara með svona lán hér og þar, yfirdrátt sem ég hef þurft að taka í gegn um tíðina, ég þurfti að að redda mér pening fyrir tryggingu fyrir íbúðinni því ég á ekkert bakland,“ segir Kolbrún Inga. Hafragrautur eða morgunkorn í kvöldmat Á hvaða degi mánaðarins er allur peningur búinn? „Svona frá fyrsta til fimmta. Ég yfirleitt næ ekki að borga alla reikninga og þá er eftir matur og lyf út mánuðinn, þannig að það er strögl,“ segir Kolbrún Inga. Oftast tekst henni að hafa heitan mat tvö kvöld í viku með hjálp hjálparsamtaka. „Við borðum mikið af pylsum, núðlur og súpur,“ segir hún og tekur dæmi um pakkanúðlur og stafasúpu. „Það er ekki matur á hverjum degi,“ segir hún. Stundum fái þau sér morgunkorn eða hafragraut í kvöldmat. Er með stanslausar áhyggjur „Ég er með stanslausar áhyggjur. Ég myndi segja að ég gráti mig í svefn svona tvisvar í viku því ég er með áhyggjur af því hvernig ég eigi að kaupa í matinn í næstu viku,“ segir Kolbrún Inga. Strákarnir hennar fái sem betur fer mat í skólanum þó hún eigi oft erfitt með að borga hann. Hún segist borga um tuttugu þúsund krónur á mánuði fyrir matinn sem þeir fá. „Tuttugu þúsund er tuttugu þúsund og fyrir það gæti ég keypt mat hingað heim í tvær vikur. Svo finnst mér að það mætti niðurgreiða tómstundir,“ segir Kolbrún Inga en hún hefur ekki átt efni á því að hafa strákana sína í tómstundum. Þessa önn greiddi mæðrastyrksnefnd fyrir þá í körfubolta. Stráknum strítt vegna fátæktarinnar Hún segir að eldri stráknum hafi verið strítt vegna ástandsins. „Hann á ekki iphone og er ekki í flottustu fötunum og hann fær ekki að fara í bíó. Þar finnur hann rosalega mikið fyrir því,“ segir Kolbrún Inga. Hann þurfi að taka lyf við ADHD og er lyfjakostnaður fjölskyldunnar um 30 þúsund krónur á mánuði. Desember alltaf erfiðastur „Hann þyrfti líka að komast til sálfræðings einu sinni til tvisvar í mánuði og það er ekki niðurgreitt,“ segir Kolbrún Inga sem hefur ekki geta sent hann til sálfræðings vegna kostnaðar. Kolbrún segir desember stressa sig mest. Þó fær hún jólamat og gjafir fyrir strákana hjá hjálparsamtökum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og ég er að reyna allt sem ég get til að geta boðið þeim upp á betra líf en ég bara get það ekki,“ segir hún og bætir við að erfiðast sé að þurfa alltaf að segja nei við börnin sín. Félagsmál Hjálparstarf Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Kolbrún Inga Carlsen er 34 ára gömul tveggja barna móðir. Hún ólst sjálf upp við fátækt hjá einstæðri móðir sem er öryrki. Kolbrún er hún með gigt og hjartagalla og gat ekkert unnið um tíma. Í dag er hún í hundrað prósent vinnu og fær um 320 þúsund krónur útborgað á mánuði. Þegar hún er búin að greiða leiguna segist hún eiga eftir um hundrað þúsund krónur. Þá á hún eftir að greiða mat í skólanum fyrir strákana sína, net, tryggingar og símreikning. Þá segist hún skulda mikið þar sem hún hafi stöðugt þurft að taka lán til að eiga ofan í sig og á. „Svo er ég bara með svona lán hér og þar, yfirdrátt sem ég hef þurft að taka í gegn um tíðina, ég þurfti að að redda mér pening fyrir tryggingu fyrir íbúðinni því ég á ekkert bakland,“ segir Kolbrún Inga. Hafragrautur eða morgunkorn í kvöldmat Á hvaða degi mánaðarins er allur peningur búinn? „Svona frá fyrsta til fimmta. Ég yfirleitt næ ekki að borga alla reikninga og þá er eftir matur og lyf út mánuðinn, þannig að það er strögl,“ segir Kolbrún Inga. Oftast tekst henni að hafa heitan mat tvö kvöld í viku með hjálp hjálparsamtaka. „Við borðum mikið af pylsum, núðlur og súpur,“ segir hún og tekur dæmi um pakkanúðlur og stafasúpu. „Það er ekki matur á hverjum degi,“ segir hún. Stundum fái þau sér morgunkorn eða hafragraut í kvöldmat. Er með stanslausar áhyggjur „Ég er með stanslausar áhyggjur. Ég myndi segja að ég gráti mig í svefn svona tvisvar í viku því ég er með áhyggjur af því hvernig ég eigi að kaupa í matinn í næstu viku,“ segir Kolbrún Inga. Strákarnir hennar fái sem betur fer mat í skólanum þó hún eigi oft erfitt með að borga hann. Hún segist borga um tuttugu þúsund krónur á mánuði fyrir matinn sem þeir fá. „Tuttugu þúsund er tuttugu þúsund og fyrir það gæti ég keypt mat hingað heim í tvær vikur. Svo finnst mér að það mætti niðurgreiða tómstundir,“ segir Kolbrún Inga en hún hefur ekki átt efni á því að hafa strákana sína í tómstundum. Þessa önn greiddi mæðrastyrksnefnd fyrir þá í körfubolta. Stráknum strítt vegna fátæktarinnar Hún segir að eldri stráknum hafi verið strítt vegna ástandsins. „Hann á ekki iphone og er ekki í flottustu fötunum og hann fær ekki að fara í bíó. Þar finnur hann rosalega mikið fyrir því,“ segir Kolbrún Inga. Hann þurfi að taka lyf við ADHD og er lyfjakostnaður fjölskyldunnar um 30 þúsund krónur á mánuði. Desember alltaf erfiðastur „Hann þyrfti líka að komast til sálfræðings einu sinni til tvisvar í mánuði og það er ekki niðurgreitt,“ segir Kolbrún Inga sem hefur ekki geta sent hann til sálfræðings vegna kostnaðar. Kolbrún segir desember stressa sig mest. Þó fær hún jólamat og gjafir fyrir strákana hjá hjálparsamtökum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og ég er að reyna allt sem ég get til að geta boðið þeim upp á betra líf en ég bara get það ekki,“ segir hún og bætir við að erfiðast sé að þurfa alltaf að segja nei við börnin sín.
Félagsmál Hjálparstarf Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira