Telja Lewandowski augljóst val sem leikmann ársins hjá FIFA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 13:30 Lewandowski hefur verið nær óstöðvandi undanfarna fimmtán mánuði eða svo. Pool/Getty Images Í kvöld mun Alþjóða knattspyrnusambandið velja besta leikmann ársins í karla- og kvennaflokki. Tölfræðisíðan Opta fór ítarlega ofan í saumana á því af hverju Robert Lewandowski á verðlaunin skilið karla megin. Verðlaunin eru veitt fyrir frammistöðu á milli 20. júlí 2019 og 7. október 2020. Á þeim tíma hefur hinn pólski Robert Lewandowski verið nær óstöðvandi. Hefur hann leikið 52 leiki fyrir Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern München á þessum tíma og skorað í þeim 60 mörk. Í gær var hann enn á ný á skotskónum og gerði sitt 250. mark í þýsku úrvalsdeildinni, og 251 markið skömmu þar á eftir. 250 pic.twitter.com/a2ZLj2693O— Robert Lewandowski (@lewy_official) December 16, 2020 Það er 20 mörkum meira en næstu menn á þeim tíma. Cristiano Ronaldo og Ciro Immobile skoruðu báðir 40 mörk. Ef leikjum með landsliði er bætt við þá hefur hinn 32 ára gamli Lewandowski leikið 58 leiki og skorað alls 64 mörk. Þá er vert að taka fram að hann var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem og Meistaradeildar Evrópu en Bayern vann báðar keppnir. Þó Lewandowski hafi ekki skorað í úrslitaleiknum þá hafði hann skorað í níu leikjum í röð þar á undan. Verðlaunin verða eins og áður sagði veitt í kvöld og það er erfitt að færa rök fyrir því að Lewandowski eigi þau ekki skilið. Lionel Messi hlaut þau fyrir ári og þá var Megan Rapinoe valin best kvenna. Fótbolti FIFA Þýski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira
Verðlaunin eru veitt fyrir frammistöðu á milli 20. júlí 2019 og 7. október 2020. Á þeim tíma hefur hinn pólski Robert Lewandowski verið nær óstöðvandi. Hefur hann leikið 52 leiki fyrir Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern München á þessum tíma og skorað í þeim 60 mörk. Í gær var hann enn á ný á skotskónum og gerði sitt 250. mark í þýsku úrvalsdeildinni, og 251 markið skömmu þar á eftir. 250 pic.twitter.com/a2ZLj2693O— Robert Lewandowski (@lewy_official) December 16, 2020 Það er 20 mörkum meira en næstu menn á þeim tíma. Cristiano Ronaldo og Ciro Immobile skoruðu báðir 40 mörk. Ef leikjum með landsliði er bætt við þá hefur hinn 32 ára gamli Lewandowski leikið 58 leiki og skorað alls 64 mörk. Þá er vert að taka fram að hann var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem og Meistaradeildar Evrópu en Bayern vann báðar keppnir. Þó Lewandowski hafi ekki skorað í úrslitaleiknum þá hafði hann skorað í níu leikjum í röð þar á undan. Verðlaunin verða eins og áður sagði veitt í kvöld og það er erfitt að færa rök fyrir því að Lewandowski eigi þau ekki skilið. Lionel Messi hlaut þau fyrir ári og þá var Megan Rapinoe valin best kvenna.
Fótbolti FIFA Þýski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira