Lífskjaravísitala Sameinuðu þjóðanna: Rauðblikkandi viðvörunarljós Heimsljós 15. desember 2020 14:10 Gunnisal Ísland er í fjórða sæti á lista yfir lífskjaravísitölu þjóða, Human Dvelopment Report (HDI), ásamt Hong Kong, en var í sjötta sæti á síðasta ári. Heimsfaraldur kórónuveiru, loftslagsbreytingar og eyðilegging náttúrunnar eru rauðblikkandi aðvörunarljós um stöðu jarðarinnar og samfélaga. Nú er tími til að velja öruggari og réttlátari leið fyrir þróun mannkyns, segir í frétt Sameinuðu þjóðanna í tilefni af útgáfu árlegrar lífskjaravísitölu, Human Dvelopment Report (HDI), sem kemur út í dag. Ísland er í fjórða sæti þjóða á listanum í ár ásamt Hong Kong, en var í sjötta sæti á síðasta ári. „Þjóðir verða að endurskoða leiðir sínar til þróunar og draga úr álagi á umhverfi og náttúru, eða eiga ellegar á hættu að framfarir mannkyns stöðvist,“ segir í viðvörunarorðum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sem gefur skýrsluna út. Hún nefnist „The Next Frontier: Human Development and the Anthropocene." „Við erum stödd á fordómalausu augnabliki í sögu mannkyns og í sögu plánetunnar,“ segir í skýrslunni. Þar er hvatt til þess að stjórnvöld, atvinnulífið og borgarar taki höndum saman um að vinna að nýjum framförum til verndar umhverfinu. Lífskjaravísitalan kemur nú út í þrítugasta sinn en hún hefur hingað til byggst á þremur megin vísitölum, lífslíkum, menntun og þjóðartekjum. Nú er í fyrsta sinn bætt við nýrri vísitölu um losun koltvísýrings og kolefnisspor hverrar þjóðar. Nýjar vísitalan leiðir til þess að fimmtíu ríki sem áður voru ofarlega á lista og reiða sig mjög á jarðefnaeldsneyti falla um mörg sæti en önnur eins og Kosta Ríka, Moldova og Panama, sem leggja minna á náttúruna, hækka á lista. Að teknu tilliti til nýju vísitölunnar væri Ísland 26 sætum neðar á lista og Noregur félli niður um fimmtán sæti. Í neðstu sætunum eru Níger, Miðafríkulýðveldið og Tjad. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Heimsfaraldur kórónuveiru, loftslagsbreytingar og eyðilegging náttúrunnar eru rauðblikkandi aðvörunarljós um stöðu jarðarinnar og samfélaga. Nú er tími til að velja öruggari og réttlátari leið fyrir þróun mannkyns, segir í frétt Sameinuðu þjóðanna í tilefni af útgáfu árlegrar lífskjaravísitölu, Human Dvelopment Report (HDI), sem kemur út í dag. Ísland er í fjórða sæti þjóða á listanum í ár ásamt Hong Kong, en var í sjötta sæti á síðasta ári. „Þjóðir verða að endurskoða leiðir sínar til þróunar og draga úr álagi á umhverfi og náttúru, eða eiga ellegar á hættu að framfarir mannkyns stöðvist,“ segir í viðvörunarorðum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sem gefur skýrsluna út. Hún nefnist „The Next Frontier: Human Development and the Anthropocene." „Við erum stödd á fordómalausu augnabliki í sögu mannkyns og í sögu plánetunnar,“ segir í skýrslunni. Þar er hvatt til þess að stjórnvöld, atvinnulífið og borgarar taki höndum saman um að vinna að nýjum framförum til verndar umhverfinu. Lífskjaravísitalan kemur nú út í þrítugasta sinn en hún hefur hingað til byggst á þremur megin vísitölum, lífslíkum, menntun og þjóðartekjum. Nú er í fyrsta sinn bætt við nýrri vísitölu um losun koltvísýrings og kolefnisspor hverrar þjóðar. Nýjar vísitalan leiðir til þess að fimmtíu ríki sem áður voru ofarlega á lista og reiða sig mjög á jarðefnaeldsneyti falla um mörg sæti en önnur eins og Kosta Ríka, Moldova og Panama, sem leggja minna á náttúruna, hækka á lista. Að teknu tilliti til nýju vísitölunnar væri Ísland 26 sætum neðar á lista og Noregur félli niður um fimmtán sæti. Í neðstu sætunum eru Níger, Miðafríkulýðveldið og Tjad. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent