„Það hefur náttúrulega skapast glænýr veruleiki í kjölfar heimsfaraldurs“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. desember 2020 13:31 Unnur, Edda og Hildur Kristín stofnuðu skólann á dögunum. Mynd/Owen Fiene „Hugmyndin kviknaði út frá því að við vorum allar að kenna námskeið á okkar eigin vegum og vildum sameina þau undir einum námskeiðaskóla. Þetta er því frábær afsökun til að hanga meira saman og um leið efla fólk til kíkja á skemmtileg námskeið,” segir tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem stofnaði skapandi skólann Skýið ásamt tveimur öðrum konum, þeim Unni Eggertsdóttur leikkonu og Eddu Konráðsdóttur viðskiptaráðgjafa. Skýið er skapandi skóli sem leggur áherslu á að kenna fjölbreytt námskeið á ferskan og hnitmiðaðan hátt. Boðið er upp á námskeið í hverjum mánuði fyrir fullorðna, börn og unglinga. Námskeiðin eru ýmist dagsnámskeið, helgarnámskeið eða mánaðarnámskeið fyrir fólk sem vill auka við þekkingu sína og sköpunarkraft og jafnframt búa sér til ný tækifæri. Allir kennarar eru fagfólk á sínu sviði og þekktir fyrir áhugaverða nálgun í kennslu og framsögu. Þær hafa allar áralanga reynslu af því að kenna, koma fram og stýra verkefnum innan og utan landsteinanna. Mikið af þeim sérfögum sem eru í boði var áður fyrr einungis hægt að læra í háskóla sem hluta af sérhæfðu og löngu námi, og erfitt var að finna námskeið hér á landi fyrir þá sem höfðu áhuga á að kynnast slíku á stuttu námskeiði til gamans án þess að skuldbinda sig til lengri tíma. „Það hefur náttúrulega skapast glænýr veruleiki í kjölfar heimsfaraldurs. Við stöndum frammi fyrir miklu atvinnuleysi og fólk að leita sér að nýjum verkefnum og áskorunum jafnvel á nýjum starfsvettvangi. Þetta er fullkominn tími til að demba sér í eitthvað nýtt áhugamál. Hversu geggjað væri að læra að gera flotta kokteila, læra að forrita og stofna síðan fyrirtæki í kringum allt batteríið,” segir Unnur Eggertsdóttir. Vonandi virkar þetta sem vítamínsprauta „Nú sem aldrei fyrr er fólk í leit að aukinni þekkingu á nýjum sviðum. Við vonum að Skýið muni virka sem vítamínsprauta inn á íslenskan atvinnumarkað og efli fólk til að næra áhugamálin sín. Það ættu flestir að finna eitthvað fyrir sig, sama á hvaða aldri þau eru,” segir Edda Konráðsdóttir. Sem dæmi um námskeið sem boðið verður upp á í Skýinu er leiklist, lagasmíðar, forritun, kokteilagerð, pródúsering og markaðssetning. Þegar námskeiðum ljúka hafa nemendur aðgang að lokuðu tengslaneti þar sem aðrir nemendur skólans og kennarar geta deilt ráðum og hugmyndum. „Við bjóðum einnig upp á námskeið og vinnusmiðjur fyrir fyrirtæki þar sem sett er saman sérsniðin dagskrá sem hentar hverju og einu fyrirtæki. Það hafa náttúrulega allir gott af því að láta hrista aðeins í hópnum,” segir Hildur. Skýið er staðsett í Faxafeni 10, þar sem Menntaskólinn Hraðbraut var áður til húsa. „Fyrst um sinn verða öll námskeiðin kennd í fjarkennslu gegnum Zoom vegna sóttvarnarregla en stefnt er að því að fyrstu námskeið í persónu fari af stað á næsta ári. Við hlökkum ekkert smá mikið til að geta tekið á móti fólki í húsnæðinu okkar og boðið upp á kaffi og notalega skólastofu,” segir Edda. Einnig mun vera hægt að sækja einkatíma hjá kennurum skólans og bóka þá gegnum heimasíðuna. Skráning á námskeiðin er hafin og er hægt að skrá sig gegnum heimasíðu skólans. Skóla - og menntamál Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Mickey Rooney látinn Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Lambakjöts búrborgari Matur Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Skýið er skapandi skóli sem leggur áherslu á að kenna fjölbreytt námskeið á ferskan og hnitmiðaðan hátt. Boðið er upp á námskeið í hverjum mánuði fyrir fullorðna, börn og unglinga. Námskeiðin eru ýmist dagsnámskeið, helgarnámskeið eða mánaðarnámskeið fyrir fólk sem vill auka við þekkingu sína og sköpunarkraft og jafnframt búa sér til ný tækifæri. Allir kennarar eru fagfólk á sínu sviði og þekktir fyrir áhugaverða nálgun í kennslu og framsögu. Þær hafa allar áralanga reynslu af því að kenna, koma fram og stýra verkefnum innan og utan landsteinanna. Mikið af þeim sérfögum sem eru í boði var áður fyrr einungis hægt að læra í háskóla sem hluta af sérhæfðu og löngu námi, og erfitt var að finna námskeið hér á landi fyrir þá sem höfðu áhuga á að kynnast slíku á stuttu námskeiði til gamans án þess að skuldbinda sig til lengri tíma. „Það hefur náttúrulega skapast glænýr veruleiki í kjölfar heimsfaraldurs. Við stöndum frammi fyrir miklu atvinnuleysi og fólk að leita sér að nýjum verkefnum og áskorunum jafnvel á nýjum starfsvettvangi. Þetta er fullkominn tími til að demba sér í eitthvað nýtt áhugamál. Hversu geggjað væri að læra að gera flotta kokteila, læra að forrita og stofna síðan fyrirtæki í kringum allt batteríið,” segir Unnur Eggertsdóttir. Vonandi virkar þetta sem vítamínsprauta „Nú sem aldrei fyrr er fólk í leit að aukinni þekkingu á nýjum sviðum. Við vonum að Skýið muni virka sem vítamínsprauta inn á íslenskan atvinnumarkað og efli fólk til að næra áhugamálin sín. Það ættu flestir að finna eitthvað fyrir sig, sama á hvaða aldri þau eru,” segir Edda Konráðsdóttir. Sem dæmi um námskeið sem boðið verður upp á í Skýinu er leiklist, lagasmíðar, forritun, kokteilagerð, pródúsering og markaðssetning. Þegar námskeiðum ljúka hafa nemendur aðgang að lokuðu tengslaneti þar sem aðrir nemendur skólans og kennarar geta deilt ráðum og hugmyndum. „Við bjóðum einnig upp á námskeið og vinnusmiðjur fyrir fyrirtæki þar sem sett er saman sérsniðin dagskrá sem hentar hverju og einu fyrirtæki. Það hafa náttúrulega allir gott af því að láta hrista aðeins í hópnum,” segir Hildur. Skýið er staðsett í Faxafeni 10, þar sem Menntaskólinn Hraðbraut var áður til húsa. „Fyrst um sinn verða öll námskeiðin kennd í fjarkennslu gegnum Zoom vegna sóttvarnarregla en stefnt er að því að fyrstu námskeið í persónu fari af stað á næsta ári. Við hlökkum ekkert smá mikið til að geta tekið á móti fólki í húsnæðinu okkar og boðið upp á kaffi og notalega skólastofu,” segir Edda. Einnig mun vera hægt að sækja einkatíma hjá kennurum skólans og bóka þá gegnum heimasíðuna. Skráning á námskeiðin er hafin og er hægt að skrá sig gegnum heimasíðu skólans.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Mickey Rooney látinn Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Lambakjöts búrborgari Matur Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira