Sigurður Ingi segir samtal um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 07:33 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann segir fyrirvara Framsóknarmanna við málið vera alveg skýrir og verði frumvarpið ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti. Þetta segir Sigurður Ingi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þar segir að þingflokkar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri sterka fyrirvara við frumvarpið og segir Sigurður Ingi að fyrirvarar Framsóknarmanna séu alveg skýrir og verði það ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu „í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi þjóðgarðurinn ná yfir um 32 prósent af flatarmáli landsins. Njáll Trausti mun ekki greiða atkvæði með Efasemdaraddir hafa heyrst úr röðum stjórnarþingmanna. Þannig hefur Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagt frumvarpið vera í „fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu eins og það er núna. Stuðningurinn meiri en áður Fyrr í mánuðinum sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu að víðtækt samráð hafi verið haft við sveitarfélögin og viti hann að stuðningur við málið sé það miklu meiri en áður. „Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ sagði Guðmundur þá. Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Þetta segir Sigurður Ingi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þar segir að þingflokkar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri sterka fyrirvara við frumvarpið og segir Sigurður Ingi að fyrirvarar Framsóknarmanna séu alveg skýrir og verði það ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu „í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi þjóðgarðurinn ná yfir um 32 prósent af flatarmáli landsins. Njáll Trausti mun ekki greiða atkvæði með Efasemdaraddir hafa heyrst úr röðum stjórnarþingmanna. Þannig hefur Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagt frumvarpið vera í „fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu eins og það er núna. Stuðningurinn meiri en áður Fyrr í mánuðinum sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu að víðtækt samráð hafi verið haft við sveitarfélögin og viti hann að stuðningur við málið sé það miklu meiri en áður. „Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ sagði Guðmundur þá.
Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11
Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18