Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 17:11 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line. Stöð 2/ Egill Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. „Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“ Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
„Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“
Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira