Kamp over. VI ER NORGESMESTERE 2020! Haralds pokal og alt. Vi HAR TATT THE DOUBLE! Milde himmel.
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 13, 2020
Ingibjörg lék að venju allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga.
Staðan 0-0 að loknum venjulegum leiktíma en meistarar Vålerenga sýndu klærarnar í framlengingunni.
Fór það svo að þær unnu leikinn á endanum 2-0 þökk sé mörkum Njoya Ajara Nchout og Marie Dolvik Markussen. Segja má með sanni að síðara markið hafi verið í glæsilegri kantinum.
Wooow!! Fantastisk mål av Marie Markussen @VIFDamer #StoltAv pic.twitter.com/eBQQr5O6ED
— Mehran Amundsen-Ansari (@MehranMerry) December 13, 2020
Lokatölur 2-0 og Ingibjörg því tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili í Noregi.
Ekki nóg með það heldur var tilkynnt fyrr í dag að Ingibjörg hefði verið valinn leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Þá var hún að sjálfsögðu hluti af íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á Evrópumótinu sumarið 2022 í Englandi.