Alls hlaut Druk fern verðlaun á hátíðinni en myndin fjallar um fjóra menntaskólakennara sem ákveða að gera tilraun sem felst í því að vera alltaf með nokkur prómíl af áfengi í blóðinu.

„Ég held að þessir tímar kalli á einhverja staðfestu um lífið. Og á alla vegi og kanta er þessi mynd staðfesting um lífið,“ segir Mikkelssen, en danska ríkisútvarpið DR greinir frá.
Sjálfur kvaðst leikstjórinn Thomas Vinterberg hrærður fyrir viðurkenningunni í samtali við DR. „Þetta er jú bara lítil mynd um danska drykkjumenn. Að það geti vakið svo mikla eftirtekt gerir mig afar stoltan,“ sagði Vinterberg. Dóttir hans fórst í bílslysi á meðan tökur myndarinnar stóðu yfir og er myndin tileinkuð minningu hennar og á stóran stað í hjarta leikstjórans.