Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira