Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira