Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra verður í viðtali á Sprengisandi í dag þar sem hann fer yfir nýjar hugmyndir í málefnum barna, hugmyndir sem hann kallar byltingarkenndar.
Því næst verður rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um þjóðgarð á miðhálendinu. Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri andæfir hugmyndum ráðherrans og Þórir Garðarson forstjóri GrayLine sömuleiðis.
Að lokum verða fjárlögin rædd eins og þau liggja fyrir. Það stefnir í gríðarlegan halla vegna kórónuveirufaraldursins og þingmönnum er vandi á höndum.
Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar, Oddný G. Harðardóttir og Jón Steindór Valdimarsson skiptast á skoðunum um pólitíkina í fjárlögunum, um áherslurnar og leiðirnar.