Gylfi Þór valinn knattspyrnumaður ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 15:01 Hér má sjá tvo af bestu landsliðsmönnum Íslands árið 2020. Þá Gylfa Þór Sigurðsson og Guðlaug Victor Pálsson. Vísir/Vilhelm KSÍ tilkynnti í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri knattspyrnumaður ársins 2020. Þar á eftir komu þeir Guðlaugur Victor Pálsson og hinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson. Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm
Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira