Hertar sóttvarnir hafi dregið úr bjartsýni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 12:21 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gert er ráð fyrir um fimmtíu og sex milljarða króna meiri halla á næsta ári en kynnt var í fjárlögum í haust. Samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjármálanefndar nemur hann nú um 320 milljörðum króna. Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira