Hertar sóttvarnir hafi dregið úr bjartsýni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 12:21 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gert er ráð fyrir um fimmtíu og sex milljarða króna meiri halla á næsta ári en kynnt var í fjárlögum í haust. Samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjármálanefndar nemur hann nú um 320 milljörðum króna. Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira