Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 13:00 Salah umkringdur leikmönnum Midtjylland í gær. EPA-EFE/Henning Bagger Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Danmerkurmeistarar Midtjylland tóku á móti Englandsmeisturum Liverpool í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-1 jafntefli þar sem Íslandsvinurinn Alexander Scholz skoraði mark heimamanna eftir að Egyptinn Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir strax á 55. sekúndu leiksins. Var þetta fljótasta mark í sögu Liverpool í keppninni. Það er Liverpool hefur aldrei skorað fyrr í leik heldur en á 55. sekúndu. 5 5 seconds @MoSalah with our quickest-ever @ChampionsLeague goal pic.twitter.com/8ipgMb49Wc— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Ekki nóg með það heldur var þetta 22. mark Mo Salah í Meistaradeild Evrópu. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni en hann var jafn goðsögninni Steven Gerrard fyrir leikinn. Gerrard skoraði á sínum tíma 21 mark í treyju Liverpool í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er frábær tilfinning og auðvitað er ég stoltur yfir því að vera markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Meistaradeildinni,“ sagði Egyptinn í viðtali við BT Sport eftir leik gærkvöldsins. „Ég þarf að halda áfram og skora fleiri mörk svo bilið milli mín og annarra leikmanna verði meira. Ég reyni að skora mörk til að hjálpa liðinu að vinna leiki, það er mikilvægast af þessu öllu saman,“ bætti hann við að endingu. "It's a great feeling, of course, something I'm proud of." @MoSalah is hoping to build up a healthy lead after claiming the honour of our all-time top goalscorer in the European Cup...— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Danmerkurmeistarar Midtjylland tóku á móti Englandsmeisturum Liverpool í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-1 jafntefli þar sem Íslandsvinurinn Alexander Scholz skoraði mark heimamanna eftir að Egyptinn Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir strax á 55. sekúndu leiksins. Var þetta fljótasta mark í sögu Liverpool í keppninni. Það er Liverpool hefur aldrei skorað fyrr í leik heldur en á 55. sekúndu. 5 5 seconds @MoSalah with our quickest-ever @ChampionsLeague goal pic.twitter.com/8ipgMb49Wc— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Ekki nóg með það heldur var þetta 22. mark Mo Salah í Meistaradeild Evrópu. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni en hann var jafn goðsögninni Steven Gerrard fyrir leikinn. Gerrard skoraði á sínum tíma 21 mark í treyju Liverpool í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er frábær tilfinning og auðvitað er ég stoltur yfir því að vera markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Meistaradeildinni,“ sagði Egyptinn í viðtali við BT Sport eftir leik gærkvöldsins. „Ég þarf að halda áfram og skora fleiri mörk svo bilið milli mín og annarra leikmanna verði meira. Ég reyni að skora mörk til að hjálpa liðinu að vinna leiki, það er mikilvægast af þessu öllu saman,“ bætti hann við að endingu. "It's a great feeling, of course, something I'm proud of." @MoSalah is hoping to build up a healthy lead after claiming the honour of our all-time top goalscorer in the European Cup...— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55