22 milljarða samdráttur í veitingageiranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 07:55 Veitingamenn hafa þurft að sæta takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda auk þess sem mikil fækkun ferðamanna hefur haft mikil áhrif á tekjuöflun í geiranum. Vísir/Vilhelm Kortavelta í veitingageiranum hefur dregist saman um 22 milljarða að raunvirði frá því í mars á þessu ári þar til í október sé miðað við veltuna á árinu 2019. Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins (SA) í ljós en fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Eins og þekkt er hefur kórónuveirufaraldurinn leikið veitingabransann grátt. Ferðamönnum hefur fækkað gríðarlega á árinu og þá hefur geirinn þurft að sæta takmörkunum varðandi fjölda viðskiptavina og opnunartíma í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Greining SA leiðir í ljós að kortavelta frá erlendum ferðamönnum hefur dregist saman um nær 19 milljarða á því tímabili sem greiningin nær til. Samdráttur í innlendri kortaveltu er því um þrír milljarðar. Þá hafa þúsundir starfa í bransanum glatast þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að vinna gegn auknu atvinnuleysi. Ófyrirsjáanleiki ofan á mikið tekjutap Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Fréttablaðið að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Reksturinn sé því ansi háður þeim hópi viðskiptavina enda megi flokka veitingageirann sem hluta af ferðaþjónustunni. Ofan á mikið tekjutap hafi veitingamenn síðan þurft að eiga við mikinn ófyrirsjáanleika í sínum rekstri að sögn Önnu Hrefnu. „Ítrekað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi sóttvarna innanlands með skömmum fyrirvara frá því faraldurinn hófst. Það hefur því reynst erfitt að halda utan um bókanir, aðfangakaup og starfsmannahald með þá óvissu sem er uppi um aðgerðir hverju sinni. Þetta kemur auðvitað niður á rekstrinum,“ segir Anna Hrefna. Því hafi margir veitingamenn ekki getað annað en hætt rekstri á meðan aðrir hafi gripið til hagræðingaraðgerða sem fækkað hafi störfum í greininni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins (SA) í ljós en fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Eins og þekkt er hefur kórónuveirufaraldurinn leikið veitingabransann grátt. Ferðamönnum hefur fækkað gríðarlega á árinu og þá hefur geirinn þurft að sæta takmörkunum varðandi fjölda viðskiptavina og opnunartíma í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Greining SA leiðir í ljós að kortavelta frá erlendum ferðamönnum hefur dregist saman um nær 19 milljarða á því tímabili sem greiningin nær til. Samdráttur í innlendri kortaveltu er því um þrír milljarðar. Þá hafa þúsundir starfa í bransanum glatast þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að vinna gegn auknu atvinnuleysi. Ófyrirsjáanleiki ofan á mikið tekjutap Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Fréttablaðið að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Reksturinn sé því ansi háður þeim hópi viðskiptavina enda megi flokka veitingageirann sem hluta af ferðaþjónustunni. Ofan á mikið tekjutap hafi veitingamenn síðan þurft að eiga við mikinn ófyrirsjáanleika í sínum rekstri að sögn Önnu Hrefnu. „Ítrekað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi sóttvarna innanlands með skömmum fyrirvara frá því faraldurinn hófst. Það hefur því reynst erfitt að halda utan um bókanir, aðfangakaup og starfsmannahald með þá óvissu sem er uppi um aðgerðir hverju sinni. Þetta kemur auðvitað niður á rekstrinum,“ segir Anna Hrefna. Því hafi margir veitingamenn ekki getað annað en hætt rekstri á meðan aðrir hafi gripið til hagræðingaraðgerða sem fækkað hafi störfum í greininni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira