Öll fjögur liðin í riðli Real Madrid geta komist áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 14:00 Sergio Ramos er í hópnum hjá Real Madrid í kvöld og það gæti skipt öllu máli fyrir liðið að hafa hann inn á vellinum í þessum mikilvæga leik. Getty/Nicolò Campo Spænska stórliðið Real Madrid gæti komist áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið gæti líka endaði í Evrópudeildinni og líka verið úr leik í öllum Evrópukeppnum tímabilsins. Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira