Framlengdi samninginn sinn um einn dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 09:30 Vilde Böe Risa í leik með norska landsliðinu. Getty/Jose Breton Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa gerði óvenjulega framlengingu á samningi sínum á dögunum. Hún framlengdi ekki um eitt ár heldur bara einn dag. Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af högga í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af högga í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn