Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50