Styttra síðan að Hannes varði víti Messi en síðan Messi og Ronaldo mættust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 12:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi verða á sama velli í kvöld í fyrsta sinn síðan í maí 2018. Getty/Angel Martinez Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í kvöld í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir jól og í fyrsta sinn síðan 2018. „Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Sjá meira
„Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Sjá meira